Skutu mann vopnaðan öxi til bana á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2018 11:41 Umfangsmikil mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gasa síðan 30. mars og hafa ísraelskir hermenn skotið minnst 120 Palestínumenn til bana á þeim tíma. Vísir/AP Ísraelskir hermenn skutu Palestínumann til bana í morgun. Herinn segir manninn hafa reynt að komast yfir landamæri Ísrael og Gasa og hann hafi verið vopnaður öxi. Annar Palestínumaður er sagður hafa flúið særður af vettvangi. Mennirnir munu hafa verið að brjóta sér leið í gegnum girðingu á landamærunum. Samkvæmt Times of Israel er maðurinn sem skotinn var sagður heita Ramzi Najjar. Nú á föstudaginn skutu ísraelskir hermenn 21 árs gamla konu sem hét Razan Najjar til bana. Þau munu einnig hafa verið frá sama bæ en ekki er vitað með vissu hvort þau tengdust fjölskylduböndum. Umfangsmikil mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gasa síðan 30. mars og hafa ísraelskir hermenn skotið minnst 120 Palestínumenn til bana á þeim tíma. Ísraelsmenn segja meirihluta þeirra vera meðlimi Hamas og aðra vígamenn sem reynt hafi að nota mótmælin sem skjól til að gera árásir eða komast yfir landamærin. Palestínumenn segja hina látnu hafa verið óvopnaða mótmælendur. Þá hefur fjölda sprengja verið varpað í báðar áttir yfir landamærin. Átök á svæðinu hafa í raun ekki verið meiri frá stríðinu á Gasa árið 2014. Sjá einnig: Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gasa.Samkvæmt Reuters eru rúmlega tvær milljónir Palestínumanna á Gasa og er fátækt mikil og atvinnuleysi hátt. Ísraelsmenn drógu hermenn sína og íbúa frá Gasa árið 2005 en hafa síðan þá stjórnað landamærum svæðisins og segja það gert vegna öryggisáhyggja. Í suðri er Gasa með landamæri að Egyptalandi en Egyptar fylgjast einnig náið með landamærunum og koma í veg fyrir ferðir fólks þar yfir.A short while ago, IDF troops stopped two terrorists who attempted to infiltrate Israeli territory from the Gaza Strip while armed with an axe pic.twitter.com/V1XG4LwGdH— IDF (@IDFSpokesperson) June 4, 2018 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21 Ung kona skotin til bana af hermönnum á Gasa Alls hafa 123 Palestínumenn verið skotnir af hermönnum frá því í mars. 1. júní 2018 18:52 Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. 23. maí 2018 19:30 Einangruð Bandaríki beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu Sendiherra Bandaríkjanna beitti fyrst neitunarvaldi gegn ályktun um ofbeldi gegn Palestínumönnum og fékk síðan ekki stuðning neins annars ríki við sína tillögu. 1. júní 2018 23:30 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Ísraelskir hermenn skutu Palestínumann til bana í morgun. Herinn segir manninn hafa reynt að komast yfir landamæri Ísrael og Gasa og hann hafi verið vopnaður öxi. Annar Palestínumaður er sagður hafa flúið særður af vettvangi. Mennirnir munu hafa verið að brjóta sér leið í gegnum girðingu á landamærunum. Samkvæmt Times of Israel er maðurinn sem skotinn var sagður heita Ramzi Najjar. Nú á föstudaginn skutu ísraelskir hermenn 21 árs gamla konu sem hét Razan Najjar til bana. Þau munu einnig hafa verið frá sama bæ en ekki er vitað með vissu hvort þau tengdust fjölskylduböndum. Umfangsmikil mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gasa síðan 30. mars og hafa ísraelskir hermenn skotið minnst 120 Palestínumenn til bana á þeim tíma. Ísraelsmenn segja meirihluta þeirra vera meðlimi Hamas og aðra vígamenn sem reynt hafi að nota mótmælin sem skjól til að gera árásir eða komast yfir landamærin. Palestínumenn segja hina látnu hafa verið óvopnaða mótmælendur. Þá hefur fjölda sprengja verið varpað í báðar áttir yfir landamærin. Átök á svæðinu hafa í raun ekki verið meiri frá stríðinu á Gasa árið 2014. Sjá einnig: Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gasa.Samkvæmt Reuters eru rúmlega tvær milljónir Palestínumanna á Gasa og er fátækt mikil og atvinnuleysi hátt. Ísraelsmenn drógu hermenn sína og íbúa frá Gasa árið 2005 en hafa síðan þá stjórnað landamærum svæðisins og segja það gert vegna öryggisáhyggja. Í suðri er Gasa með landamæri að Egyptalandi en Egyptar fylgjast einnig náið með landamærunum og koma í veg fyrir ferðir fólks þar yfir.A short while ago, IDF troops stopped two terrorists who attempted to infiltrate Israeli territory from the Gaza Strip while armed with an axe pic.twitter.com/V1XG4LwGdH— IDF (@IDFSpokesperson) June 4, 2018
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21 Ung kona skotin til bana af hermönnum á Gasa Alls hafa 123 Palestínumenn verið skotnir af hermönnum frá því í mars. 1. júní 2018 18:52 Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. 23. maí 2018 19:30 Einangruð Bandaríki beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu Sendiherra Bandaríkjanna beitti fyrst neitunarvaldi gegn ályktun um ofbeldi gegn Palestínumönnum og fékk síðan ekki stuðning neins annars ríki við sína tillögu. 1. júní 2018 23:30 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21
Ung kona skotin til bana af hermönnum á Gasa Alls hafa 123 Palestínumenn verið skotnir af hermönnum frá því í mars. 1. júní 2018 18:52
Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. 23. maí 2018 19:30
Einangruð Bandaríki beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu Sendiherra Bandaríkjanna beitti fyrst neitunarvaldi gegn ályktun um ofbeldi gegn Palestínumönnum og fékk síðan ekki stuðning neins annars ríki við sína tillögu. 1. júní 2018 23:30