Sporðaköst fara aftur í vinnslu eftir 20 ára hlé Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Eggert Skúlason fékk son sinn til að tattúvera á sig nafn sjónvarpsþáttanna þegar hann var búinn að taka ákvörðun um að ráðast aftur í gerð þáttanna. „Það hefur alltaf blundað í mér að halda áfram og svo þarf bara stundum að vaða í hlutina. Það eru 20 ár síðan síðasta sería var sýnd og ég ætla að fara og gera sex þátta seríu í sumar þar sem við förum bæði í lax og silung,“ segir Eggert Skúlason fjölmiðlamaður, sem ætlar að gera nýja þáttaröð af veiðiþáttunum Sporðaköst, eftir langt hlé. Eggert segir að eitt af því sem verði gaman að fanga í þáttunum séu breytingarnar sem hafi orðið frá því að þættirnir voru sýndir á sínum tíma. „Á þeim tíma voru árnar í niðursveiflu. Svo kom til „veiða og sleppa“ sem var mjög umdeilt á sínum tíma en í dag eru flestallar árnar á uppleið,“ segir Eggert. Hann rifjar upp fyrirsögn í Morgunblaðinu þar sem velt var upp þeirri spurningu hvort stórlaxinn yrði útdauður árið 2020. „En nú veiðist mikið af stórlöxum og vonandi verður það þannig líka í Sporðaköstum i sumar.“ Eggert ætlar að leita fanga víða. „Tvo þætti ætla ég að taka upp á hálendinu, þar sem enn eru til perlur sem menn þekkja ekki almennt í silungsveiði. Þar er mikið af stórum silungum á lítt þekktum stöðum. Svo ætla ég að fara í Víðdalsá og mynda þar aftur þegar verður veiddur 20 pundari. Síðan munum við taka tvo þætti á Norðausturlandi,“ segir Eggert. Hann nefnir líka Miðfjarðará og Dalina og Aðaldalinn sem fyrirhugaða tökustaði. Steingrímur Þórðarson kvikmyndatökumaður sér um kvikmyndatökuna og eftirvinnslu á þáttunum og Gunnar Árnason sér um eftirvinnslu á hljóði. Eggert segir að notað verði gamla stefið úr þáttunum, sem sé nostalgía fyrir marga. Stefið er eftir Jón Bjarka Bentsson, sem er núna yfirhagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Það er alveg dásamleg nostalgía sem fylgir því lagi sem hann samdi sérstaklega fyrir Sporðaköst. Ef hann er jafn góður hagfræðingur og hann er tónlistarmaður þá getum við öll andað léttar,“ segir Eggert. Eggert segist ekki vera búinn að selja þættina. „Stundum þarf maður bara að henda sér út í djúpu laugina. En ég er að ræða við tvær sjónvarpsstöðvar og vonandi verður það frágengið,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Stangveiði Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
„Það hefur alltaf blundað í mér að halda áfram og svo þarf bara stundum að vaða í hlutina. Það eru 20 ár síðan síðasta sería var sýnd og ég ætla að fara og gera sex þátta seríu í sumar þar sem við förum bæði í lax og silung,“ segir Eggert Skúlason fjölmiðlamaður, sem ætlar að gera nýja þáttaröð af veiðiþáttunum Sporðaköst, eftir langt hlé. Eggert segir að eitt af því sem verði gaman að fanga í þáttunum séu breytingarnar sem hafi orðið frá því að þættirnir voru sýndir á sínum tíma. „Á þeim tíma voru árnar í niðursveiflu. Svo kom til „veiða og sleppa“ sem var mjög umdeilt á sínum tíma en í dag eru flestallar árnar á uppleið,“ segir Eggert. Hann rifjar upp fyrirsögn í Morgunblaðinu þar sem velt var upp þeirri spurningu hvort stórlaxinn yrði útdauður árið 2020. „En nú veiðist mikið af stórlöxum og vonandi verður það þannig líka í Sporðaköstum i sumar.“ Eggert ætlar að leita fanga víða. „Tvo þætti ætla ég að taka upp á hálendinu, þar sem enn eru til perlur sem menn þekkja ekki almennt í silungsveiði. Þar er mikið af stórum silungum á lítt þekktum stöðum. Svo ætla ég að fara í Víðdalsá og mynda þar aftur þegar verður veiddur 20 pundari. Síðan munum við taka tvo þætti á Norðausturlandi,“ segir Eggert. Hann nefnir líka Miðfjarðará og Dalina og Aðaldalinn sem fyrirhugaða tökustaði. Steingrímur Þórðarson kvikmyndatökumaður sér um kvikmyndatökuna og eftirvinnslu á þáttunum og Gunnar Árnason sér um eftirvinnslu á hljóði. Eggert segir að notað verði gamla stefið úr þáttunum, sem sé nostalgía fyrir marga. Stefið er eftir Jón Bjarka Bentsson, sem er núna yfirhagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Það er alveg dásamleg nostalgía sem fylgir því lagi sem hann samdi sérstaklega fyrir Sporðaköst. Ef hann er jafn góður hagfræðingur og hann er tónlistarmaður þá getum við öll andað léttar,“ segir Eggert. Eggert segist ekki vera búinn að selja þættina. „Stundum þarf maður bara að henda sér út í djúpu laugina. En ég er að ræða við tvær sjónvarpsstöðvar og vonandi verður það frágengið,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Stangveiði Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira