Innlent

Þyrlan kölluð út í gærkvöldi vegna tólf ára barns

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti barnið á tólfta tímanum í gær.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti barnið á tólfta tímanum í gær. Vísir/Ernir
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna slyss, sem varð í grennd við sumarbústaðabyggð við Sörlatungu í Holtum á Suðurlandi.

Eftir því sem fréttastofan kemst næst slasaðist 12 ára barn á sveitabæ í grenndinni þegar skófla á dráttarvél lenti á því og mátu sjúkraflutningamenn ástand barnsins svo, að ástæða væri til að kalla út þyrlu, sem flutti barnið á slysadeild Landspítalans.

Barnið missti aldrei meðvitund og er ekki í lífshættu.

Þetta var þriðja útkall þyrlu í gær, fyrst var fólk sótt í Borgarfjörð þar sem fólk hafði slasast í bílslysi, næst var erlend ferðakona sótt slösuð að Gullfossi og svo barnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×