Trump hefur verið í skotlínunni undanfarna daga vegna afstöðu stjórnar hans í málefnum ólöglegra innflytjenda. Undanfarnar vikur hafa þúsundir barna verið skilin frá foreldrum sínum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó meðan foreldrarnir eru saksóttir.
Ráðherrar í stjórn hans hafa réttlætt gjörðir sínar með því að vísa í Biblíuna.
The people of Germany are turning against their leadership as migration is rocking the already tenuous Berlin coalition. Crime in Germany is way up. Big mistake made all over Europe in allowing millions of people in who have so strongly and violently changed their culture!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2018
Þýskir fjölmiðlar voru fljótir að benda á að glæpir í landinu hafa ekki verið færri frá árinu 1992.
Það er þó rétt hjá Trump að innflytjendastefna Merkel veldur spennu innan ríkisstjórnarinnar. Horst Seehofer innanríkisráðherra gaf kanslaranum tvær vikur til að ná sátt innan ESB varðandi flóttafólk. Ella muni Þýskaland snúa flóttafólki við á landamærum sínum.