Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2018 22:00 Ólafur Eggertsson í viðtali á Þorvaldseyri í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eftir stöðuga rigningatíð sunnanlands sá bóndinn á Þorvaldseyri loksins fram á sólarglennu og hóf því heyskap, - en fékk þá yfir sig skúrademburnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar uppstyttur. Sýnt var frá heyskap undir Eyjafjöllum í dag í fréttum Stöðvar 2. Þegar við ókum um Suðurland í skúrunum í dag sáum við hvergi merki þess að bændur væru byrjaðir í heyskap, - nema á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.Á Þorvaldseyri í dag. Þar var fyrsta túnið slegið í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við vorum að reyna að veðja á spána. Það var verið að lofa okkur smásól í dag og við slógum í gær,” sagði Ólafur Eggertsson bóndi. „Og svo rignir núna. Og við erum að reyna að sóða þessu saman því það er rigning á morgun. Þannig að, hvað á gera? Drífa þetta bara í rúllur, - það bara verður náttúrlega heldur þungt, en það er ekkert annað að hafa,” segir Ólafur. Hann kvartar ekki undan grasleysi og segir grasið svo vel sprottið að það sé farið að leggjast. „En þetta hefur enginn hiti verið,” segir hann og nefnir að núna í júní hafi tveir dagar farið yfir tíu stig og í nótt hafi verið þrjár gráður. „Og meðan þessi kuldi er í loftinu, þá bara skúrar. Það er bara svoleiðis.”Ólafur bóndi rakar saman heyið með múgavélinni í skúrunum undir Eyjafjöllum í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann býst þó við að um síðir stytti upp og kveðst ekki svartsýnn um sumarið, enda sé bara miður júní. Góðu kaflarnir muni koma. „En þetta er bara lotterí.” Bóndinn kveðst hins vegar ekki muna eftir eins vætusömu vori. „Ég man ekki eftir svona og er nú búinn að búa í nokkuð mörg ár. Man aldrei eftir svona vori. Það hafa komið rigningakaflar en að það skuli ekki koma uppstyttur almennilegar á milli, það er alveg ótrúlegt,” segir Ólafur Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Eftir stöðuga rigningatíð sunnanlands sá bóndinn á Þorvaldseyri loksins fram á sólarglennu og hóf því heyskap, - en fékk þá yfir sig skúrademburnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar uppstyttur. Sýnt var frá heyskap undir Eyjafjöllum í dag í fréttum Stöðvar 2. Þegar við ókum um Suðurland í skúrunum í dag sáum við hvergi merki þess að bændur væru byrjaðir í heyskap, - nema á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.Á Þorvaldseyri í dag. Þar var fyrsta túnið slegið í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við vorum að reyna að veðja á spána. Það var verið að lofa okkur smásól í dag og við slógum í gær,” sagði Ólafur Eggertsson bóndi. „Og svo rignir núna. Og við erum að reyna að sóða þessu saman því það er rigning á morgun. Þannig að, hvað á gera? Drífa þetta bara í rúllur, - það bara verður náttúrlega heldur þungt, en það er ekkert annað að hafa,” segir Ólafur. Hann kvartar ekki undan grasleysi og segir grasið svo vel sprottið að það sé farið að leggjast. „En þetta hefur enginn hiti verið,” segir hann og nefnir að núna í júní hafi tveir dagar farið yfir tíu stig og í nótt hafi verið þrjár gráður. „Og meðan þessi kuldi er í loftinu, þá bara skúrar. Það er bara svoleiðis.”Ólafur bóndi rakar saman heyið með múgavélinni í skúrunum undir Eyjafjöllum í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann býst þó við að um síðir stytti upp og kveðst ekki svartsýnn um sumarið, enda sé bara miður júní. Góðu kaflarnir muni koma. „En þetta er bara lotterí.” Bóndinn kveðst hins vegar ekki muna eftir eins vætusömu vori. „Ég man ekki eftir svona og er nú búinn að búa í nokkuð mörg ár. Man aldrei eftir svona vori. Það hafa komið rigningakaflar en að það skuli ekki koma uppstyttur almennilegar á milli, það er alveg ótrúlegt,” segir Ólafur Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira