Spánverjar ráku þjálfara sinn aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2018 10:14 Julen Lopetegui. Vísir/EPA Formaður spænska knattspyrnusambandsins tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að sambandið hafi rekið landsliðsþjálfarann Julen Lopetegui aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Leikmenn spænska fótboltalandsliðsins reyndu að koma þjálfara sínum til bjargar í dag þegar fréttist af því að formaður spænska knattspyrnusambandsins væri að fara að reka hann. Það tókst ekki. Luis Rubiales, formaður spænska sambandins, var mjög reiður yfir þeirri ákvörðun Julen Lopetegui að tilkynna það rétt fyrir HM að hann væri að fara að taka við stórliði Real Madrid eftir heimsmeistaramótið. Rubiales vissi af viðræðum Lopetegui og Real Madrid en þótti tímasetning tilkynningarinnar algjörlega út í hött nú þegar spænska landsliðið er aðeins nokkrum dögum frá því að fara spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti þar sem Spánverjar eiga góða möguleika á því að verða heimsmeistarar. Rubiales frétti það aðeins nokkrum mínútum fyrir fréttatilkynninguna frá Real Madrid að Julen Lopetegui ætlaði að gera það opinbert að hann væri að fara að taka við liði Real Madrid eftir HM. „Þú gerir ekki svona tveimur eða þremur dögum fyrir HM“ sagði Luis Rubiales. Luis Rubiales hitti blaðamenn og greindi frá ákvörðun sinni um leið og hann þakkaði Julen Lopetegui fyrir sín störf. „Hann er ein af ástæðunum fyrir að við erum hér í Rússlandi en við erum tilneyddir að segja honum upp,“ sagði Rubiales. „Við verðum að senda skýr skilaboð til allra starfsmanna spænska knattspyrnusambandsins að svona vinnubrögð ganga ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna en enn mikilvægara að stunda rétt vinnubrögð,“ sagði Rubiales.Luis Rubiales: "Nos hemos visto obligados a prescindir del seleccionador nacional" https://t.co/7YEGJwxUOWpic.twitter.com/FUbfezUeuh — MARCA (@marca) June 13, 2018 Marca hafði heimildir fyrir því að leikmenn hafi mótmælt í herbúðum spænska liðsins þegar fréttist af ákvörðun formannsins. Leikmönnum spænska liðsins, með Sergio Ramos í fararbroddi, tókst hinsvegar ekki að sannfæra Luis Rubiales formann um að reka ekki þjálfarann og leyfa Julen Lopetegui að stýra liðinu í komandi heimsmeistarakeppni. „Það eru allir særðir í þessari stöðu. Ég hef útskýrt mína hlið fyrir leikmönnum liðsins og þeir skilja hana. Þeir sögðu mér að þeir ætli að gefa allt sitt í leikina,“ sagði Luis Rubiales. En hvað með næsta þjálfara? „Við vitum ekki enn hver tekur við liðinu. Það eina sem ég get sagt um það er að við ætlum að reyna að breyta eins litlu og mögulegt er,“ sagði Rubiales. „Ég bið alla um stuðning af því að við erum að tala um spænska landsliðið. Við þurfum að standa saman,“ sagði Rubiales. Fyrsti leikur spænska landsliðsins er á móti Portúgal strax á föstudaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Sjá meira
Formaður spænska knattspyrnusambandsins tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að sambandið hafi rekið landsliðsþjálfarann Julen Lopetegui aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Leikmenn spænska fótboltalandsliðsins reyndu að koma þjálfara sínum til bjargar í dag þegar fréttist af því að formaður spænska knattspyrnusambandsins væri að fara að reka hann. Það tókst ekki. Luis Rubiales, formaður spænska sambandins, var mjög reiður yfir þeirri ákvörðun Julen Lopetegui að tilkynna það rétt fyrir HM að hann væri að fara að taka við stórliði Real Madrid eftir heimsmeistaramótið. Rubiales vissi af viðræðum Lopetegui og Real Madrid en þótti tímasetning tilkynningarinnar algjörlega út í hött nú þegar spænska landsliðið er aðeins nokkrum dögum frá því að fara spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti þar sem Spánverjar eiga góða möguleika á því að verða heimsmeistarar. Rubiales frétti það aðeins nokkrum mínútum fyrir fréttatilkynninguna frá Real Madrid að Julen Lopetegui ætlaði að gera það opinbert að hann væri að fara að taka við liði Real Madrid eftir HM. „Þú gerir ekki svona tveimur eða þremur dögum fyrir HM“ sagði Luis Rubiales. Luis Rubiales hitti blaðamenn og greindi frá ákvörðun sinni um leið og hann þakkaði Julen Lopetegui fyrir sín störf. „Hann er ein af ástæðunum fyrir að við erum hér í Rússlandi en við erum tilneyddir að segja honum upp,“ sagði Rubiales. „Við verðum að senda skýr skilaboð til allra starfsmanna spænska knattspyrnusambandsins að svona vinnubrögð ganga ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna en enn mikilvægara að stunda rétt vinnubrögð,“ sagði Rubiales.Luis Rubiales: "Nos hemos visto obligados a prescindir del seleccionador nacional" https://t.co/7YEGJwxUOWpic.twitter.com/FUbfezUeuh — MARCA (@marca) June 13, 2018 Marca hafði heimildir fyrir því að leikmenn hafi mótmælt í herbúðum spænska liðsins þegar fréttist af ákvörðun formannsins. Leikmönnum spænska liðsins, með Sergio Ramos í fararbroddi, tókst hinsvegar ekki að sannfæra Luis Rubiales formann um að reka ekki þjálfarann og leyfa Julen Lopetegui að stýra liðinu í komandi heimsmeistarakeppni. „Það eru allir særðir í þessari stöðu. Ég hef útskýrt mína hlið fyrir leikmönnum liðsins og þeir skilja hana. Þeir sögðu mér að þeir ætli að gefa allt sitt í leikina,“ sagði Luis Rubiales. En hvað með næsta þjálfara? „Við vitum ekki enn hver tekur við liðinu. Það eina sem ég get sagt um það er að við ætlum að reyna að breyta eins litlu og mögulegt er,“ sagði Rubiales. „Ég bið alla um stuðning af því að við erum að tala um spænska landsliðið. Við þurfum að standa saman,“ sagði Rubiales. Fyrsti leikur spænska landsliðsins er á móti Portúgal strax á föstudaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Sjá meira