Fótbolti

Dómarastörf Heimis vekja heimsathygli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Heimir Hallgrímsson getur ýmislegt. Þjálfað landslið, látið vesti fljúga með hugarorkunni einni saman og dæmt á stórmótum yngri flokka
Heimir Hallgrímsson getur ýmislegt. Þjálfað landslið, látið vesti fljúga með hugarorkunni einni saman og dæmt á stórmótum yngri flokka vísir/vilhelm
Fyrir þremur dögum síðan stýrði Heimir Hallgrímsson íslenska landsliðinu í fótbolta gegn því króatíska á stærsta sviði heimsfótboltans. Í dag dæmdi hann leiki á Orkumótinu í Vestmannaeyjum.

Við Íslendingar kippum okkur ekki mikið upp við þetta, alveg eins og okkur finnst þokkalega eðlilegt að Heimir sé enn starfandi sem tannlæknir ásamt því að stýra landsliðinu. Heimsbyggðinni finnst þetta hins vegar stórmerkilegt.

Mótastjóri Orkumótsins sagði við Nútímann að Heimir hefði mætt í morgun og beðið um að dæma, forráðamenn mótsins hafi ekki óskað eftir því að Heimir yrði við störf á mótinu.



 

Fréttin af því að Heimir sé mættur að dæma á Orkumótinu, sem er mót fyrir drengi í 6. flokki, er ein mest lesna fréttin á Reddit, áttundu vinsælustu vefsíðu heimsins.

„Landsliðsþjálfari Íslands skilur vonbrigðin um að komast ekki í 16-liða úrslit á HM eftir og snýr sér að næsta stórmóti - yngri flokka móti í heimabæ hans, Vestmannaeyjum,“ segir í umfjöllun miðilsins FirstPost.

Þá hafa blaðamenn og aðrir úr fótboltaheiminum deilt myndum af Heimi á Twitter og hrósað landsliðsþjálfaranum fyrir framtak sitt.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×