Fótbolti

Sumarmessan: „Ég sem stuðningsmaður Íslands númer eitt hef ekki mikla trú á þessu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sumarmessan fór enn betur yfir leik Íslands og Króatíu í þætti sínum í gærkvöldi en Benedikt Valsson, Reynir Leósson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir leikinn.

Varðandi byrjunarliðið héldu þeir að Jóhann Berg Guðmundsson kæmi aftur inn fyrir Rúrik en Reynir setti spurningarmerki með að setja Ara Frey Skúlason inn fyrir Hörð Björgvin Magnússon.

„Hörður hefur verið mjög sterkur í föstum leikatriðum og skoraði sigurmarkið gegn Króötum hérna heima en mér fannst hann þungur á löppunum í síðasta leik,” sagði Reynir Leósson, einn af spekingum Sumarmessunar.

„Ég sem stuðningsmaður Íslands númer eitt hef ekki mikla trú á þessu. Ég er ekki bjartsýnn. Ég er búinn á því eftir föstudaginn,” bætti Hjörvar við og hélt áfram:

„Ég hef litla trú á þessu útaf heilsunni á Gylfa, Arons og Jóa. Við þurfum þá alla 100% og þeir eru ekki alveg 100%. Við getum ekki verið að haltra í gegnum þessa keppni.”

„Þessir gæjar eru alltaf að koma mér á óvart en ég skal viðurkenna það að ég er ekkert ofboðslega bjartsýnn. Ég er bara nokkuð svartsýnn,” sagði Hjörvar að lokum.

Innslagið og alla umræðuna má sjá í heild sinni hér að ofan þar sem Hjörvar ræðir meðal annars um nýja frasa sem hafa litið dagsins ljós á mótinu.


Tengdar fréttir

Sumarmessan: Louis van Gaal eða David Moyes arftakar Heimis

Hjörvar Hafliðason sagði í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að hann vildi sjá Louis van Gaal eða David Moyes taka við þjálfun íslenska fótboltalandsliðsins þegar Heimir Hallgrímsson lætur af störfum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×