Heimir Hallgrímsson segir að þjálfarateymið muni einblína á að vinna Króatíu en hugsa sem minnst um úrslitin í leik Argentínu og Nígeríu.
Ísland þarf að vinna Króatíu og treysta á hagstæð úrslit í hinum leik riðilsins en Heimir segir að aðal fókusinn verði á okkar leik.
„Það er nógu erfitt verk að fara í leik og vinna Króatíu. Það eitt og sér er nógu stórt verk,” sagði Heimir.
„Við getum verið í samskiptum við menn upp í stúku sem eru að horfa á leikina og vita stöðuna í þessu öllu.”
„Við ætlum að reyna sem mest á bekknum að fókusa á leikinn á okkar og ef við þurfum upplýsingar um eitthvað þá fáum við þær.”
