Fyrir fjórðu umferðina stóð aðeins ein eftir af þeim sem voru raðaðar inn í tíu efstu sætin á mótinu. Karolína Plíšková var þar í sjöunda sæti en eftir að hún tapaði fyrir Hollendingnum Kiki Bertens er ljóst að allur topp tíu listinn er úr leik.
Þetta er versta frammistaða þeirra tíu efstu inn í mótið í sögu kvennakeppni Wimbledon-mótsins.
The last woman seeded in the top 10 goes down.
No. 7 Karolina Pliskova loses to Kiki Bertens in straight sets. pic.twitter.com/IJfkRySeGM
— ESPN (@espn) July 9, 2018
Simona Halep, Caroline Wozniacki og Sloane Stephens áttu allar möguleika á því að komast í fyrsta sæti heimslistans eftir mótið. Simona Halep féll úr keppni í þriðju umferð en verður áfram efst á heimslistanum þar sem að Caroline Wozniacki datt út í annarri umferð og Sloane Stephens datt út í fyrstu umferð.
Hér má sjá röðunina inn í Wimbledon-mótið og hverjar standa nú eftir:
1. Simona Halep, Rúmeníu (Þriðja umferð)
2. Caroline Wozniacki, Danmörku (Önnur umferð)
3. Garbiñe Muguruza, Spáni (Önnur umferð)
4. Sloane Stephens, Bandaríkjunum (Fyrsta umferð)
5. Elina Svitolina, Úkraínu (Fyrsta umferð)
6. Caroline Garcia, Frakklandi (Fyrsta umferð)
7. Karolína Plíšková, Tékklandi (Fyrsta umferð)
8. Petra Kvitová, Tékklandi (Fyrsta umferð)
9. Venus Williams, Bandaríkjunum (Þriðja umferð)
10. Madison Keys, Bandaríkjunum (Þriðja umferð)
11. Angelique Kerber, Þýskalandi
12. Jeļena Ostapenko. Lettlandi
13. Julia Görges, Þýskalandi
14. Daria Kasatkina, Rússlandi
15. Elise Mertens, Belgíu (Þriðja umferð)
16. CoCo Vandeweghe, Bandaríkjunum (Fyrsta umferð)
17. Ashleigh Barty, Ástralíu (Þriðja umferð)
18. Naomi Osaka, Japan (Þriðja umferð)
19. Magdaléna Rybáriková, Slóvakíu (Fyrsta umferð)
20. Kiki Bertens, Hollandi
21. Anastasija Sevastova, Lettlandi (Fyrsta umferð)
22. Johanna Konta, Bretlandi (Önnur umferð)
23. Barbora Strýcová, Tékklandi (Þriðja umferð)
24. Maria Sharapova, Rússlandi (Fyrsta umferð)
25. Serena Williams, Bandaríkjunum