Borga hálfa milljón á mánuði fyrir neysluna Hersir Aron Ólafsson skrifar 8. júlí 2018 20:30 Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum í Reykjavík segir stöðu þeirra sem háðir eru morfínskyldum lyfjum hafa stórversnað samhliða átaki yfirvalda um að koma efnunum af svörtum markaði. Kostnaður við neysluna nemi oft um hálfri milljón á mánuði og notendur leiðist í auknum mæli út í glæpi og kynlífsvinnu. Líkt og fram kom í kvöldfréttum fyrir helgi hefur tollgæslan undanfarna mánuði fundið fyrir sprengingu í innflutningi lyfseðilss kyldra ávana- og fíknilyfja frá Spáni. Sjá einnig: Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, verkefnis Rauða krossins sem aðstoðar fólk á jaðri samfélagsins, kveðst þó ekki finna fyrir fjölgun í hópi þeirra sem nota morfínskyld lyf í æð samhliða innflutningnum – heldur skýrist hann einfaldlega af minna framboði.„Fyrir um tveimur árum síðan fer embætti landlæknis í mikið átak til að reyna að draga úr að lyfseðilsskyld lyf, sérstaklega morfínskyld lyf, detti inn á ólöglegan markað í sölu. Þegar það fer í gegn þá verður smá þurrkur og minna framboð af þessum lyfjum,“ segir Svala.Úr fjögur þúsund krónum í átta þúsundÞessi þurrkur hafi ekki leitt til minnkandi eftirspurnar, heldur nálgist fólk lyfin einfaldlega eftir öðrum leiðum – meðal annars frá Spáni. Þetta hafi hins vegar orðið til þess að hækka verðið umtalsvert.„Hundrað milligramma Contalgin var áður á fjögur til fimm þúsund kall. Í dag kostar þessi tafla á ólöglegum markaði um átta þúsund. Það er mikið inngrip í líf einstaklinganna sem eru háðir þessum lyfjum."Samhliða þessu borgi fólk himinháar fjárhæðir til að lifa af mánuðinn.„Að meðaltali er skjólstæðingur sem er að nota morfín í æð að eyða um hálfri milljón á mánuði, bara í að fjármagna morfínnotkunina. Þá á eftir að fjármagna allt annað.“Eðli málsins samkvæmt séu slík útgjöld ekki á færi hvers sem er og þurfi því að leita ýmissa leiða til að fjármagna neysluna.Mikil aukning í kynlífsþjónustu„Það eru t.d. innbrot í bíla og fyrirtæki og svo sjáum við rosalega mikla aukningu á svona kynlífsþjónustu, sem við köllum „sex work“, þetta er vont og skaðlegt fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið í heild“ segir Svala.Skjólstæðingar þeirra séu í mun verra ásigkomulagi í dag en fyrir örfáum árum. Svala segir nauðsynlegt að nálgast hópinn með mannúðlegum aðferðum og bjóða skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð, t.d. með innlögn á göngudeild fíknimeðferðar undir handleiðslu sérhæfðis teymis heilbrigðisstarfsfólks, á borð við lækna, geðhjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Þannig geti einstaklingarnir náð ákveðnu jafnvægi og ró í líf sitt meðan unnið er í rót vandans.„Með því markmiði að láta þau fá morfínskyldu lyfin sem þau eru háð út frá læknisfræðilegum tilgangi og reyna að aðstoða þau með þann undirliggjandi vanda sem veldur því að þau eru háð lyfjunum,“ segir Svala að lokum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00 Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum í Reykjavík segir stöðu þeirra sem háðir eru morfínskyldum lyfjum hafa stórversnað samhliða átaki yfirvalda um að koma efnunum af svörtum markaði. Kostnaður við neysluna nemi oft um hálfri milljón á mánuði og notendur leiðist í auknum mæli út í glæpi og kynlífsvinnu. Líkt og fram kom í kvöldfréttum fyrir helgi hefur tollgæslan undanfarna mánuði fundið fyrir sprengingu í innflutningi lyfseðilss kyldra ávana- og fíknilyfja frá Spáni. Sjá einnig: Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, verkefnis Rauða krossins sem aðstoðar fólk á jaðri samfélagsins, kveðst þó ekki finna fyrir fjölgun í hópi þeirra sem nota morfínskyld lyf í æð samhliða innflutningnum – heldur skýrist hann einfaldlega af minna framboði.„Fyrir um tveimur árum síðan fer embætti landlæknis í mikið átak til að reyna að draga úr að lyfseðilsskyld lyf, sérstaklega morfínskyld lyf, detti inn á ólöglegan markað í sölu. Þegar það fer í gegn þá verður smá þurrkur og minna framboð af þessum lyfjum,“ segir Svala.Úr fjögur þúsund krónum í átta þúsundÞessi þurrkur hafi ekki leitt til minnkandi eftirspurnar, heldur nálgist fólk lyfin einfaldlega eftir öðrum leiðum – meðal annars frá Spáni. Þetta hafi hins vegar orðið til þess að hækka verðið umtalsvert.„Hundrað milligramma Contalgin var áður á fjögur til fimm þúsund kall. Í dag kostar þessi tafla á ólöglegum markaði um átta þúsund. Það er mikið inngrip í líf einstaklinganna sem eru háðir þessum lyfjum."Samhliða þessu borgi fólk himinháar fjárhæðir til að lifa af mánuðinn.„Að meðaltali er skjólstæðingur sem er að nota morfín í æð að eyða um hálfri milljón á mánuði, bara í að fjármagna morfínnotkunina. Þá á eftir að fjármagna allt annað.“Eðli málsins samkvæmt séu slík útgjöld ekki á færi hvers sem er og þurfi því að leita ýmissa leiða til að fjármagna neysluna.Mikil aukning í kynlífsþjónustu„Það eru t.d. innbrot í bíla og fyrirtæki og svo sjáum við rosalega mikla aukningu á svona kynlífsþjónustu, sem við köllum „sex work“, þetta er vont og skaðlegt fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið í heild“ segir Svala.Skjólstæðingar þeirra séu í mun verra ásigkomulagi í dag en fyrir örfáum árum. Svala segir nauðsynlegt að nálgast hópinn með mannúðlegum aðferðum og bjóða skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð, t.d. með innlögn á göngudeild fíknimeðferðar undir handleiðslu sérhæfðis teymis heilbrigðisstarfsfólks, á borð við lækna, geðhjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Þannig geti einstaklingarnir náð ákveðnu jafnvægi og ró í líf sitt meðan unnið er í rót vandans.„Með því markmiði að láta þau fá morfínskyldu lyfin sem þau eru háð út frá læknisfræðilegum tilgangi og reyna að aðstoða þau með þann undirliggjandi vanda sem veldur því að þau eru háð lyfjunum,“ segir Svala að lokum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00 Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00
Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00
Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00