Innlent

240 bátar sektaðir

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá höfninni á Kópaskeri, myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Frá höfninni á Kópaskeri, myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/pjetur
Fiskistofa hefur sektað 240 strandveiðibáta fyrir að hafa veitt umfram leyfilega dagskammta í maí. Sektarupphæðin nemur samtals 5,3 milljónum króna.

Dagskammturinn er að hámarki 774 kíló af óslægðum þorski. Þótt umframaflinn sé ólögmætur afli er það túlkun Fiskistofu að hann eigi að dragast frá 10.200 tonna heildarstrandveiðikvótanum í sumar.

Landssamband smábátaeigenda hefur farið fram á að að aðferðum varðandi umframafla verði breytt þannig að í stað sektar verði hámarksafli sjóferða hjá viðkomandi bátum skertur, sem nemur umframaflanum.

Nú er strandveiðitímabilið hálfnað en heildarveiðin hingaðtil nær ekki helmingi kvótans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×