Hátíðarþingfundur á Þingvöllum í hnotskurn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. júlí 2018 21:15 Það var fámennt í brekkunni. Vísir/Einar Árnason Ræðumenn á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag voru allir sammála um að fullveldissamningurinn við Dani árið 1918 hafi verið merkast áfanginn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Heldur færri gerðu sér ferð til Þingvalla til að fylgjast með fundinum en búist var við og settu mótmælendur sinn svip á hátíðarhöldin. Líkt og kunnugt er kom Alþingi saman á Þingvöllum í dag í tilefni af því að 100 ár eru liðin síðan sambandslögin voru undirrituð. Forseti Alþingis setti hátíðarfundinn sem að forminu til var haldinn til að samþykkja þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þingi um stofnun barnamenningarsjóðs og kaup á nýju rannskóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Píratar sniðgengu hátíðarfundinn.Lögregla skarst í leikinn Óhætt er að segja að mótmælendur hafi sett sinn svip á dagskrána en líkt og kunnugt er hefur vera danska þingforsetans á hátíðarfundinum sætt mikilli gagnrýni. Sumir mótmæltu friðsamlega en aðrir létu nokkuð vel í sér heyra og höfðu uppi hróp og köll í gjallarhorn. Læti frá mótmælendum sem höfðu komið sér fyrir ofan við Almannagjá trufluðu þingfundinn og þurfti lögreglan að skerast í leikinn. „Hér voru mótmælendur bæði í brekkunni og uppi á Almannagjá. Þeir sem voru uppi á Almannagjá höfðu mjög truflandi áhrif á fundinn og með hávaða og látum þannig við fjarlægðum þá og þeir voru bara lausir eftir það,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Nokkrir úr röðum þingmanna mótmæltu einnig með táknrænum hætti og báru límmiða sem á stóð „nej til racisme“ eða „nei við kynþáttahyggju.“Samstíga um fullveldi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið fyrst formanna flokkanna. Hún sagði Íslendinga árið 1918 hafa verið samstíga um fullveldið, en margir erfiðir atburðir dundu á þjóðinni það sama ár. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mikilvægt að undirbúa komandi kynslóðir undir fjórðu iðnbyltinguna. Þakklæti var Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins ofarlega í huga og formaður Miðflokksins talaði um mikilvægi þess að verja fullveldið. Formaður Framsóknarflokksins lýsti áhyggjum sínum af slægri þátttöku unga fólksins í kosningum og formaður Viðreisnar sagði fullveldið vera verðmætustu sameign þjóðarinnar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, beindi orðum sínum beint að Piu Kjersgaard, forseta danska þingsins, og ávarpaði þingið á dönsku. „Eitt okkar mikilvægasta hlutverk er að sýna kærleika og samkennd og hjálpa bræðrum okkar um allan heim sem nú flýja fátækt og stríð, óháð litarhætti þeirra eða trúarskoðunum,” sagði Logi. Kjærsgaard segir Ísland vöggu norrænnar menningar Sjálf sagði Kjærsgaard Íslendinga og Dani bundna órjúfanlegum böndum eftir 500 ára samfylgd í danska konungsríkinu. „Er ríkjasamband okkar var við lýði þótti Dönum Ísland vera það land þar sem hin upphaflega sjálfsmynd norrænna manna var varðveitt. Á 19. öld átti Ísland þátt í því að kynda undir danskri þjóðerniskennd sem þá var í blóma,” sagði Kjærsgaard. Litið hafi verið á Ísland sem vöggu norrænnar menningar. Danir eigi því sterkar rætur á Íslandi og Íslendingar sömuleiðis í Danmörku. Sameiginleg saga, menning og hugsjónir tengi ríkin tvö saman að sögn Kjærsgaard. Síðastur í pontu var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem ávarpaði samkomuna. Hann sagði þjóðina geta sótt visku til Þingvalla um samfélag okkar og réttarríki. Ekki mætti þó gleyma að á Þingvöllum hafi þeir kúguðu oft á tíðum hlotið ósanngjarna dóma. Fámennt en góðmennt Fyrir fram var búist við að allt að 6-7.000 manns myndu leggja leið sína á Þingvelli til að fylgjast með hátíðardagskránni. „Það var ekki fjölmennt en góðmennt og þetta gekk bara mjög vel fyrir sig. Hér var engin umferðarteppa eða neitt,“ segir Sveinn Kristján yfirlögregluþjónn. „Ég veit ekki hvort það er kannski eitthvað á milli tvö til þrjú hundruð manns sem voru kannski þarna í brekkunni, plús mínus.” Af þeim sem þó voru mættir til Þingvalla voru margir erlendir ferðamenn sem fæstir vissu nokkuð um það hvað væri um að vera. Þegar þeim varð ljóst hvers eðlis var töldu þeir sig margir hverjir hafa dottið í lukkupottinn enda um sögulegan viðburð að ræða og ekki þótti þeim verra að fá að sjá sjálfan forsetann, fyrrverandi forseta, stjórnmálamenn og aðra merka gesti. Tengdar fréttir Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53 Umferðarstjórnun á Þingvöllum vegna hátíðarfundar Vegna hátíðarfundar á Þingvöllum sem haldinn er til að marka 100 ára afmæli fullveldisins Íslands verður umferð stýrt á og við Þingvelli í dag. 18. júlí 2018 10:02 Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 „Beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þá umræðu sem farið hefur fram í aðdraganda hátíðarfundar á Þingvöllum um þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, á fundinum. 18. júlí 2018 15:25 Mótmæltu ákvörðun að veita Piu heiðurssess á hátíðarfundinum Á þessum tímamótum bera Íslendingar ábyrgð á að taka skýra afstöðu gegn slíkum skilaboðum., segja listakonurnar sem héldu á hvítum fánum á Þingvöllum. 18. júlí 2018 18:38 Dorrit stal senunni á Þingvöllum með íslenska fjárhundinum Mæru Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er á meðal gesta sem sækja nú hátíðarfund á Þingvöllum sem haldinn er í tilefni 100 ára afmæli fullveldisins Íslands. 18. júlí 2018 14:04 Hátíðarþingfundurinn einkennist af valdhroka og sýndarmennsku Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. 18. júlí 2018 06:27 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Ræðumenn á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag voru allir sammála um að fullveldissamningurinn við Dani árið 1918 hafi verið merkast áfanginn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Heldur færri gerðu sér ferð til Þingvalla til að fylgjast með fundinum en búist var við og settu mótmælendur sinn svip á hátíðarhöldin. Líkt og kunnugt er kom Alþingi saman á Þingvöllum í dag í tilefni af því að 100 ár eru liðin síðan sambandslögin voru undirrituð. Forseti Alþingis setti hátíðarfundinn sem að forminu til var haldinn til að samþykkja þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þingi um stofnun barnamenningarsjóðs og kaup á nýju rannskóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Píratar sniðgengu hátíðarfundinn.Lögregla skarst í leikinn Óhætt er að segja að mótmælendur hafi sett sinn svip á dagskrána en líkt og kunnugt er hefur vera danska þingforsetans á hátíðarfundinum sætt mikilli gagnrýni. Sumir mótmæltu friðsamlega en aðrir létu nokkuð vel í sér heyra og höfðu uppi hróp og köll í gjallarhorn. Læti frá mótmælendum sem höfðu komið sér fyrir ofan við Almannagjá trufluðu þingfundinn og þurfti lögreglan að skerast í leikinn. „Hér voru mótmælendur bæði í brekkunni og uppi á Almannagjá. Þeir sem voru uppi á Almannagjá höfðu mjög truflandi áhrif á fundinn og með hávaða og látum þannig við fjarlægðum þá og þeir voru bara lausir eftir það,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Nokkrir úr röðum þingmanna mótmæltu einnig með táknrænum hætti og báru límmiða sem á stóð „nej til racisme“ eða „nei við kynþáttahyggju.“Samstíga um fullveldi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið fyrst formanna flokkanna. Hún sagði Íslendinga árið 1918 hafa verið samstíga um fullveldið, en margir erfiðir atburðir dundu á þjóðinni það sama ár. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mikilvægt að undirbúa komandi kynslóðir undir fjórðu iðnbyltinguna. Þakklæti var Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins ofarlega í huga og formaður Miðflokksins talaði um mikilvægi þess að verja fullveldið. Formaður Framsóknarflokksins lýsti áhyggjum sínum af slægri þátttöku unga fólksins í kosningum og formaður Viðreisnar sagði fullveldið vera verðmætustu sameign þjóðarinnar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, beindi orðum sínum beint að Piu Kjersgaard, forseta danska þingsins, og ávarpaði þingið á dönsku. „Eitt okkar mikilvægasta hlutverk er að sýna kærleika og samkennd og hjálpa bræðrum okkar um allan heim sem nú flýja fátækt og stríð, óháð litarhætti þeirra eða trúarskoðunum,” sagði Logi. Kjærsgaard segir Ísland vöggu norrænnar menningar Sjálf sagði Kjærsgaard Íslendinga og Dani bundna órjúfanlegum böndum eftir 500 ára samfylgd í danska konungsríkinu. „Er ríkjasamband okkar var við lýði þótti Dönum Ísland vera það land þar sem hin upphaflega sjálfsmynd norrænna manna var varðveitt. Á 19. öld átti Ísland þátt í því að kynda undir danskri þjóðerniskennd sem þá var í blóma,” sagði Kjærsgaard. Litið hafi verið á Ísland sem vöggu norrænnar menningar. Danir eigi því sterkar rætur á Íslandi og Íslendingar sömuleiðis í Danmörku. Sameiginleg saga, menning og hugsjónir tengi ríkin tvö saman að sögn Kjærsgaard. Síðastur í pontu var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem ávarpaði samkomuna. Hann sagði þjóðina geta sótt visku til Þingvalla um samfélag okkar og réttarríki. Ekki mætti þó gleyma að á Þingvöllum hafi þeir kúguðu oft á tíðum hlotið ósanngjarna dóma. Fámennt en góðmennt Fyrir fram var búist við að allt að 6-7.000 manns myndu leggja leið sína á Þingvelli til að fylgjast með hátíðardagskránni. „Það var ekki fjölmennt en góðmennt og þetta gekk bara mjög vel fyrir sig. Hér var engin umferðarteppa eða neitt,“ segir Sveinn Kristján yfirlögregluþjónn. „Ég veit ekki hvort það er kannski eitthvað á milli tvö til þrjú hundruð manns sem voru kannski þarna í brekkunni, plús mínus.” Af þeim sem þó voru mættir til Þingvalla voru margir erlendir ferðamenn sem fæstir vissu nokkuð um það hvað væri um að vera. Þegar þeim varð ljóst hvers eðlis var töldu þeir sig margir hverjir hafa dottið í lukkupottinn enda um sögulegan viðburð að ræða og ekki þótti þeim verra að fá að sjá sjálfan forsetann, fyrrverandi forseta, stjórnmálamenn og aðra merka gesti.
Tengdar fréttir Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53 Umferðarstjórnun á Þingvöllum vegna hátíðarfundar Vegna hátíðarfundar á Þingvöllum sem haldinn er til að marka 100 ára afmæli fullveldisins Íslands verður umferð stýrt á og við Þingvelli í dag. 18. júlí 2018 10:02 Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 „Beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þá umræðu sem farið hefur fram í aðdraganda hátíðarfundar á Þingvöllum um þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, á fundinum. 18. júlí 2018 15:25 Mótmæltu ákvörðun að veita Piu heiðurssess á hátíðarfundinum Á þessum tímamótum bera Íslendingar ábyrgð á að taka skýra afstöðu gegn slíkum skilaboðum., segja listakonurnar sem héldu á hvítum fánum á Þingvöllum. 18. júlí 2018 18:38 Dorrit stal senunni á Þingvöllum með íslenska fjárhundinum Mæru Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er á meðal gesta sem sækja nú hátíðarfund á Þingvöllum sem haldinn er í tilefni 100 ára afmæli fullveldisins Íslands. 18. júlí 2018 14:04 Hátíðarþingfundurinn einkennist af valdhroka og sýndarmennsku Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. 18. júlí 2018 06:27 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53
Umferðarstjórnun á Þingvöllum vegna hátíðarfundar Vegna hátíðarfundar á Þingvöllum sem haldinn er til að marka 100 ára afmæli fullveldisins Íslands verður umferð stýrt á og við Þingvelli í dag. 18. júlí 2018 10:02
Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13
Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44
„Beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þá umræðu sem farið hefur fram í aðdraganda hátíðarfundar á Þingvöllum um þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, á fundinum. 18. júlí 2018 15:25
Mótmæltu ákvörðun að veita Piu heiðurssess á hátíðarfundinum Á þessum tímamótum bera Íslendingar ábyrgð á að taka skýra afstöðu gegn slíkum skilaboðum., segja listakonurnar sem héldu á hvítum fánum á Þingvöllum. 18. júlí 2018 18:38
Dorrit stal senunni á Þingvöllum með íslenska fjárhundinum Mæru Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er á meðal gesta sem sækja nú hátíðarfund á Þingvöllum sem haldinn er í tilefni 100 ára afmæli fullveldisins Íslands. 18. júlí 2018 14:04
Hátíðarþingfundurinn einkennist af valdhroka og sýndarmennsku Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. 18. júlí 2018 06:27