Barnablað Morgunblaðsins sakað um „letirasisma“ vegna teiknaðrar gátu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2018 21:00 Hér má sjá umrædda gátu sem birtist í Barnablaði Morgunblaðsins og vakið hefur töluverða athygli. Mynd/Samsett Teiknuð gáta sem birtist í sunnudagsútgáfu Barnablaðs Morgunblaðsins hefur verið gagnrýnd fyrir að endurspegla úreltar staðalímyndir um fólk af ýmsum kynþáttum. Blaðið segir gátuna ekki í takt við tímann og harmar birtingu hennar. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er gátan undir yfirskriftinni „Hver býr í hvaða húsi?“ og eiga krakkar að tengja viðeigandi íbúa við sitt hús. Svo virðist sem gátan eigi að sýna fólk úr mismunandi heimshornum en óhætt er að segja að um nokkuð einfaldar birtingarmyndir þess sé að ræða.Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir.Vísir/EyþórSjá einnig: Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir aðgerðasinni er á meðal þeirra sem furða sig á birtingu gátunnar. Hún deilir mynd af gátunni og segir teikningarnar „ala á úreltum staðalímyndum um fólk frá öðrum heimshlutum.“ „Ef þetta lýsir ekki fullkomlega það [sic] sem ég kýs að kalla „letirasismi“ þá veit ég ekki hvað,“ bætir Ugla við. Þá spyr Ugla hvort Morgunblaðinu þyki umrædd gáta viðeigandi til birtingar. „Er ekki kominn tími á að vakna aðeins og vera ekki algjörlega úr takt við tímann og tíðarandann?“Hefði hvorki átt að birtast í blaði fyrir börn né öðru blaði Í svari Morgunblaðsins við fyrirspurn Vísis um málið segir að gátan hafi ekki átt að rata í Barnablaðið og að vantað hafi upp á vandlega yfirferð. „Þegar verið er að nota eldra efni í bland við nýtt er alveg sérstaklega mikil þörf á að fara vandlega yfir. Í þessu tilviki vantar því miður upp á það. Þessi gáta er klárlega ekki í takt við tímann og hefði ekki átt að birtast, hvorki í blaði fyrir börn né öðru blaði,“ segir í svari blaðsins við fyrirspurn Vísis. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sprottið hefur upp umræða um „rasískar merkingar“ á Íslandi. Árið 2014 tók veitingahúsið Svarta kaffi við Laugaveg niður styttu af hörundsdökkum þjóni vegna netmótmæla. Þótti styttan sýna rasískt myndmál og ala á gömlum, úreltum staðalímyndum um svart fólk.Umrædd gáta birtist á síðu 6 í Barnablaði Morgunblaðsins, sunnudagsblaði.Skjáskot/Morgunblaðið Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. 9. maí 2014 13:55 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Teiknuð gáta sem birtist í sunnudagsútgáfu Barnablaðs Morgunblaðsins hefur verið gagnrýnd fyrir að endurspegla úreltar staðalímyndir um fólk af ýmsum kynþáttum. Blaðið segir gátuna ekki í takt við tímann og harmar birtingu hennar. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er gátan undir yfirskriftinni „Hver býr í hvaða húsi?“ og eiga krakkar að tengja viðeigandi íbúa við sitt hús. Svo virðist sem gátan eigi að sýna fólk úr mismunandi heimshornum en óhætt er að segja að um nokkuð einfaldar birtingarmyndir þess sé að ræða.Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir.Vísir/EyþórSjá einnig: Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir aðgerðasinni er á meðal þeirra sem furða sig á birtingu gátunnar. Hún deilir mynd af gátunni og segir teikningarnar „ala á úreltum staðalímyndum um fólk frá öðrum heimshlutum.“ „Ef þetta lýsir ekki fullkomlega það [sic] sem ég kýs að kalla „letirasismi“ þá veit ég ekki hvað,“ bætir Ugla við. Þá spyr Ugla hvort Morgunblaðinu þyki umrædd gáta viðeigandi til birtingar. „Er ekki kominn tími á að vakna aðeins og vera ekki algjörlega úr takt við tímann og tíðarandann?“Hefði hvorki átt að birtast í blaði fyrir börn né öðru blaði Í svari Morgunblaðsins við fyrirspurn Vísis um málið segir að gátan hafi ekki átt að rata í Barnablaðið og að vantað hafi upp á vandlega yfirferð. „Þegar verið er að nota eldra efni í bland við nýtt er alveg sérstaklega mikil þörf á að fara vandlega yfir. Í þessu tilviki vantar því miður upp á það. Þessi gáta er klárlega ekki í takt við tímann og hefði ekki átt að birtast, hvorki í blaði fyrir börn né öðru blaði,“ segir í svari blaðsins við fyrirspurn Vísis. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sprottið hefur upp umræða um „rasískar merkingar“ á Íslandi. Árið 2014 tók veitingahúsið Svarta kaffi við Laugaveg niður styttu af hörundsdökkum þjóni vegna netmótmæla. Þótti styttan sýna rasískt myndmál og ala á gömlum, úreltum staðalímyndum um svart fólk.Umrædd gáta birtist á síðu 6 í Barnablaði Morgunblaðsins, sunnudagsblaði.Skjáskot/Morgunblaðið
Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. 9. maí 2014 13:55 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26
Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. 9. maí 2014 13:55