Klopp kom Loris Karius enn á ný til varnar eftir leikinn sem Liverpool vann 3-2. Tranmere Rovers spilar í ensku d-deildinni eftir að hafa komist upp úr e-deildinni í vor.
Loris Karius missti frá sér aukaspyrnu á klaufalegan hátt og leikmenn Tranmere Rovers nýttu sér það og skoruðu.
Liverpool boss Jurgen Klopp has defended goalkeeper Loris Karius after another mistake - this time in a pre-season friendly against Tranmere.
More https://t.co/dDfrU5P9vmpic.twitter.com/gH1xzo8ZDL
— BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2018
„Menn gera mistök. Hann er ekki ánægður með það og ég er ekki ánægður með það,“ sagði Jürgen Klopp og viðurkenndi að Loris Karius hafi átt að verja þetta en að þetta hafi verið erfitt að eiga við.
„Við skulum bara halda áfram og gera það besta úr þessu með því að læra af mistökunum,“ sagði Klopp.
Klopp býst samt við því að Loris Karius fái á sig mikla gagnrýni allt þar til að hann „nær nokkrum frábærum frammistöðum“ í röð.
Liverpool komst í 3-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá þeim Rafael Camacho, Sheyi Ojo og Adam Lallana en þeir Jonny Smith og Amadou Soukouna minnkuðu muninn fyrir Tranmere í seinni hálfleiknum.