Leikarinn Ed Westwick sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Gossip Girl verður ekki ákærður fyrir þrjár nauðganir sem hann var sakaður um í fyrra. Saksóknari í Los Angeles segir skort vera á sönnunargögnum í málunum.
Ein kvennana, leikkonan Kristina Cohen, sagði frá því í Facebook-færslu í nóvember á síðasta ári að leikarinn hefði misnotað hana í gestaherbergi á heimili hans þar sem hún var gestkomandi ásamt þáverandi kærasta sínum, sem var vinur leikarans.
Sjá einnig: Leikkona sakar Ed Westwick um nauðgun
Saksóknari sagði vitnisburð vitna í málinu vera ófullnægjandi og þau gátu ekki útvegað nægilegar upplýsingar til þess að fara með málið lengra. Þá gaf þriðja fórnarlambið sig aldrei fram við saksóknara, og því féll það mál niður.
Málið vakti mikla athygli og var honum meðal annars skipt út úr BBC þáttaröðinni Ordeal by Innocence eftir ásakanirnar.
Westwick neitaði sök í málinu og sagðist ekki þekkja Cohen. Hann sagðist jafnframt aldrei hafa beitt valdi og alls ekki gegn konu.
Ed Westwick verður ekki ákærður fyrir nauðgun
Tengdar fréttir
Ed Westwick skipt út í þáttaröð BBC vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi
Framleiðendur BBC-þáttaraðarinnar Ordeal by Innocence hafa skipt leikaranum Ed Westwick út fyrir leikarann Christian Cooke vegna ásakana sem komið hafa fram á hendur Westwick um kynferðislega áreitni.
BBC hættir við sýningu á Agatha Christie þáttum vegna ásakana í garð Ed Westwick
Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort leikarinn Ed Westwick hafi nauðgað leikkonunni Kristinu Cohen.
Leikkona sakar Ed Westwick um nauðgun
Gossip Girl-stjarnan er sögð hafa náð fram vilja sínum gegn konunni í gestaherbergi heimilis síns.