Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 15:14 Gríðarleg eyðilegging blasir við í strandbænum Mati vegna eldanna. vísir/getty Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. Í viðtali við BBC segir Kammenos að það sé glæpur að hafa byggt hús á milli skógi vaxinna svæða þar sem þau hafa lokað flóttaleiðum. Hann neitar því að stjórnvöld hafi brugðist íbúum á þeim svæðum sem hafa orðið verst úti vegna eldanna en Kammenos heimsótti hamfarasvæðið í dag. Að minnsta kosti 83 hafa látið lífið í eldunum en óttast er að mun fleiri muni finnast látnir þar sem tuga einstaklinga er enn saknað.Að minnsta kosti 83 hafa látið lífið í eldunum og tuga er enn saknað.vísir/ap„Þú lést fólk brenna út af engu“ Strandbærinn Mati hefur orðið hvað verst úti í eldunum en íbúar þar hafa lýst aðfarnótt þriðjudagsins, þegar eldarnir fóru yfir, sem helvíti á jörðu. Kammenos heimsótti bæinn og fékk að heyra það frá íbúum sem sökuðu hann og ríkisstjórnina um að hafa yfirgefið þau í eldunum. „Þú lést fólk brenna út af engu. Þú skildir okkur eftir upp á náð og miskunn Guðs,“ sagði ein kona við ráðherrann sem var í fylgd með bæjarstjóranum og foringja gríska hersins. Annar íbúi gagnrýndi það að íbúum hafði verið ráðlagt að flýja út í sjó þegar flestir eldri borgarar í Mati hefðu aldrei geta komist að sjónum.Á þessari gervihnattamynd frá Copernicus sést vel hversu stórt svæði varð eldinum að bráð og að meira en helmingur þess var íbúðabyggð.copernicusHelmingurinn af því landi sem varð eldinum að bráð íbúðabyggð Kammenos hafnaði öllum ásökunum um að yfirvöld hefðu ekki gert sitt til að vernda borgarana heldur sagði að það sem íbúarnir hefðu sjálfir gert hefði lokað vegum að ströndinni. „Þetta eru glæpir frá fortíðinni. Meirihluti þessara eigna var byggður í leyfisleysi,“ sagði ráðherrann. Gervihnattamyndir af svæðinu sýna hversu gríðarlega stórt svæði varð eldunum að bráð en meira en helmingurinn af þeim tæplega 5.200 hekturum sem eldurinn fór yfir var íbúðabyggð. Grikkland Skógareldar Tengdar fréttir Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00 Enn ekki vitað hve margra er saknað Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni. 26. júlí 2018 11:28 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. Í viðtali við BBC segir Kammenos að það sé glæpur að hafa byggt hús á milli skógi vaxinna svæða þar sem þau hafa lokað flóttaleiðum. Hann neitar því að stjórnvöld hafi brugðist íbúum á þeim svæðum sem hafa orðið verst úti vegna eldanna en Kammenos heimsótti hamfarasvæðið í dag. Að minnsta kosti 83 hafa látið lífið í eldunum en óttast er að mun fleiri muni finnast látnir þar sem tuga einstaklinga er enn saknað.Að minnsta kosti 83 hafa látið lífið í eldunum og tuga er enn saknað.vísir/ap„Þú lést fólk brenna út af engu“ Strandbærinn Mati hefur orðið hvað verst úti í eldunum en íbúar þar hafa lýst aðfarnótt þriðjudagsins, þegar eldarnir fóru yfir, sem helvíti á jörðu. Kammenos heimsótti bæinn og fékk að heyra það frá íbúum sem sökuðu hann og ríkisstjórnina um að hafa yfirgefið þau í eldunum. „Þú lést fólk brenna út af engu. Þú skildir okkur eftir upp á náð og miskunn Guðs,“ sagði ein kona við ráðherrann sem var í fylgd með bæjarstjóranum og foringja gríska hersins. Annar íbúi gagnrýndi það að íbúum hafði verið ráðlagt að flýja út í sjó þegar flestir eldri borgarar í Mati hefðu aldrei geta komist að sjónum.Á þessari gervihnattamynd frá Copernicus sést vel hversu stórt svæði varð eldinum að bráð og að meira en helmingur þess var íbúðabyggð.copernicusHelmingurinn af því landi sem varð eldinum að bráð íbúðabyggð Kammenos hafnaði öllum ásökunum um að yfirvöld hefðu ekki gert sitt til að vernda borgarana heldur sagði að það sem íbúarnir hefðu sjálfir gert hefði lokað vegum að ströndinni. „Þetta eru glæpir frá fortíðinni. Meirihluti þessara eigna var byggður í leyfisleysi,“ sagði ráðherrann. Gervihnattamyndir af svæðinu sýna hversu gríðarlega stórt svæði varð eldunum að bráð en meira en helmingurinn af þeim tæplega 5.200 hekturum sem eldurinn fór yfir var íbúðabyggð.
Grikkland Skógareldar Tengdar fréttir Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00 Enn ekki vitað hve margra er saknað Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni. 26. júlí 2018 11:28 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00
Enn ekki vitað hve margra er saknað Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni. 26. júlí 2018 11:28
26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50