Enski boltinn

Enginn fiskar fleiri aukaspyrnur en nýr liðsfélagi Gylfa

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Richarlison.
Richarlison. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Everton gekk frá kaupum á brasilíska sóknarmanninum Richarlison frá Watford í gær og varð hann þar með dýrasti leikmaður í sögu félagsins; met sem hann hirðir af íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni.

Richarlison á eitt tímabil að baki í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skoraði 5 mörk með Watford á síðustu leiktíð.

Hann var eini leikmaður Watford sem spilaði alla 38 leiki liðsins í deildinni og var einn fimmtán leikmanna í deildinni til þess að gera það. Hann var jafnframt sá leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem oftast var brotið á, eða alls 95 sinnum.

Eins og Íslendingum ætti að vera vel kunnugt um eru fáir betri spyrnumenn í boltanum í dag en Gylfi Þór Sigurðsson og vonandi fyrir okkar mann að Richarlison haldi uppteknum hætti við að fiska aukaspyrnur.

Everton hefur leik í ensku úrvalsdeildinni laugardaginn 11.ágúst næstkomandi þegar liðið heimsækir nýliða Wolverhampton Wanderers.


Tengdar fréttir

Félagsskipti á Brasilíumönnum kostað yfir 37 milljarða

Það er lítið að gerast í fótboltaheiminum þessa dagana annað en félagsskipti þar sem helstu deildir heims eru enn í sumarfríi. Af þeim fjölmörgu félagsskiptum sem hafa farið í gegn á síðustu vikum eru brasilískir leikmenn mjög áberandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×