Fótbolti

Gunnhildur tekur Víkingaklappið upp á næsta þrep í Utah | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ekki húh!
Ekki húh!
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, tekur Víkingaklappið upp á næsta þrep í skemmtilegri útfærslu fyrir félagslið sitt Utah Royals í bandarísku NWSL-deildinni. Garðbæingurinn byrjar stutt myndband á að segja öllum að herma eftir sér og tekur svo Víkingaklappið með orðunum: „Utah, Royals, FC.“

Með því gerir hún íslenska Víkingaklappið að stuðninsmannahrópi fyrir Royals sem virðist þurfa á því að halda þessa dagana. Gunnhildur og stelpurnar í Utah eru nefnilega án sigurs í síðustu fjórum leikjum.

Utan Royals er nýjasta liðið í NWSL-deildinni en það er á sínu fyrsta ári. Það er með 22 stig eftir 18 leiki, sjö stigum frá undanúrslitunum en eftir fjögur liðin í þessari níu liða deild leika um meistaratitilinn.

Gunnhildur Yrsa er gríðarlega vinsæl hjá Utah-liðinu og birtist reglulega á samfélagsmiðlum liðsins en hún er líka algjör lykilmaður og hefur spilað hverja einustu mínútu í leikjunum 18 sem búnir eru.

Hér að neðan má sjá hana keyra stemninguna í gang með Víkingaklappi og trommum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×