Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Kjartan Kjartansson og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 31. júlí 2018 19:54 Níu af hverjum tíu ökumönnum á aldrinum 18-44 ára nota snjallsíma ólöglega undir stýri þrátt fyrir að þeir telji slíkt athæfi hættulegt. Þetta kemur fram í rannsókn sem tryggingafélagið Sjóvá hefur látið gera. Verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá segir þá sem nota snjallsíma undir stýri grafa undan umferðaröryggi. Rannsóknin á snjallsímanotkun undir stýri leiddi í ljós að 90% af yngri ökumönnum noti síma sína ólöglega í umferðinni. Rúmur þriðjungur les eða sendir skilaboð undir stýri, tæpur helmingur talar í símann án handfrjáls búnaðar og sama hlutfall lítur á símann og les tilkynningar við akstur. Engu að síður töldu 60% ökumanna sig vita hversu ströng viðurlög eru við símnotkun undir stýri og nánast allir svarendur töldu hættulegt að nota símann við akstur. Karlotta Halldórsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá, segir snjallsímanotkunina í umferðinni eitt stærsta áhyggjuefni síðari ára og spyr hvort að síminn sé virkilega svo mikilvægur. „Menn virðast gera sér alveg fullkomna grein fyrir að þetta er hættulegt og að þetta hafi mikil áhrif á aksturshæfni en það er samt sem áður stór meirihluti sem gerir þetta samt sem áður,“ segir hún.Ógna eigin öryggi og annarra Notkunin hefur aukist töluvert frá sambærilegri könnun sem Sjóvá lét gera árið 2015. Karlotta segir að ef allir þeir sem tala í síma án handfrjáls búnaðar undir stýri samkvæmt rannsókninni fengju eina sekt á ári fyrir athæfið þá næmi upphæðin um 4,3 milljörðum króna samanlagt. Karlotta segir þörf á samfélagslegu átaki, öflugri forvörnum og fordæmingu á þessari hegðun. Þeir sem noti snjallsíma undir stýri ógni ekki aðeins eigin öryggi heldur einnig annarra í umferðinni. Margt bendi til þess að snjallsímanotkun ökumanna stuðli að slysum. Fá raungögn séu til um slík slys hér á landi en í Bandaríkjunum megi rekja eitt af hverjum fjórum slysum í umferðinni til símnotkunar undir stýri. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Níu af hverjum tíu ökumönnum á aldrinum 18-44 ára nota snjallsíma ólöglega undir stýri þrátt fyrir að þeir telji slíkt athæfi hættulegt. Þetta kemur fram í rannsókn sem tryggingafélagið Sjóvá hefur látið gera. Verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá segir þá sem nota snjallsíma undir stýri grafa undan umferðaröryggi. Rannsóknin á snjallsímanotkun undir stýri leiddi í ljós að 90% af yngri ökumönnum noti síma sína ólöglega í umferðinni. Rúmur þriðjungur les eða sendir skilaboð undir stýri, tæpur helmingur talar í símann án handfrjáls búnaðar og sama hlutfall lítur á símann og les tilkynningar við akstur. Engu að síður töldu 60% ökumanna sig vita hversu ströng viðurlög eru við símnotkun undir stýri og nánast allir svarendur töldu hættulegt að nota símann við akstur. Karlotta Halldórsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá, segir snjallsímanotkunina í umferðinni eitt stærsta áhyggjuefni síðari ára og spyr hvort að síminn sé virkilega svo mikilvægur. „Menn virðast gera sér alveg fullkomna grein fyrir að þetta er hættulegt og að þetta hafi mikil áhrif á aksturshæfni en það er samt sem áður stór meirihluti sem gerir þetta samt sem áður,“ segir hún.Ógna eigin öryggi og annarra Notkunin hefur aukist töluvert frá sambærilegri könnun sem Sjóvá lét gera árið 2015. Karlotta segir að ef allir þeir sem tala í síma án handfrjáls búnaðar undir stýri samkvæmt rannsókninni fengju eina sekt á ári fyrir athæfið þá næmi upphæðin um 4,3 milljörðum króna samanlagt. Karlotta segir þörf á samfélagslegu átaki, öflugri forvörnum og fordæmingu á þessari hegðun. Þeir sem noti snjallsíma undir stýri ógni ekki aðeins eigin öryggi heldur einnig annarra í umferðinni. Margt bendi til þess að snjallsímanotkun ökumanna stuðli að slysum. Fá raungögn séu til um slík slys hér á landi en í Bandaríkjunum megi rekja eitt af hverjum fjórum slysum í umferðinni til símnotkunar undir stýri.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira