Aron Einar: Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og er spenntur að vinna með öðrum Svía Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 08:30 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann tjáði sig um næsta landsliðsþjálfara Íslands, Svíann Erik Hamrén. Erik Hamrén hefur sagt starfi sínu lausu hjá Mamelodi Sundowns og suður-afríska félagið hefur staðfest að Hamrén sé að fara að taka við íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn er sáttur með nýja þjálfarann en hann var líka spurður út í stöðuna á honum sjálfum. Enska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi. „Skrokkurinn er allt í lagi og hann er að koma til. Ég spilaði inn í meiðslin í lok tímabilsins og fékk þá ekki þá endurhæfingu eftir meiðslin sem ég þurfti. Ég var að reyna að flýta öllu til að reyna að ná HM. Það spilar aðeins inn í það hvar ég stend í dag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir hjá Cardiff vita þetta og hafa byggt mig hægt og rólega upp. Ég verð aðeins til hliðar í byrjun tímabilsins og tek þá auka styrktaræfingar frekar en að fara á æfingu og spila leiki,“ sagði Aron Einar. „Ég fann kannski ekki beint mikið fyrir þessum meiðslum á HM en ég fann fyrir þeim í undirbúningnum. Þar var mikil keyrsla og mikið lagt í það að ná sér góðum. Ég var ekki leikklár en ég var búinn að æfa mikið, hjóla mikið og synda mikið. Þegar kemur að fótboltanum sjálfum þá var ég ekki í nógu góðu formi og ég fann það sjálfur. Það sást örugglega á mér þótt að ég hafi verið að reyna að fela það,“ sagði Aron Einar „Þetta gekk samt framar vonum og ég náði mótinu sem fólk reiknaði kannski ekki með því ég var meiddur á báðum löppum en ekki bara á einni löpp,“ sagði Aron Einar. Aron Einar fór líka yfir heimsmeistaramótið í Rússlandi þar sem Ísland var hársbreidd frá þvi að komast í sextán liða úrslitin. Næst á dagskrá er Þjóðardeildin og þar verður þjálfari Íslands Svíinn Erik Hamrén. „Ég þekki hann ekkert. Ég átti ágætis spjall við Guðna (Begsson, formann KSÍ), fyrir nokkum dögum þar sem við vorum að spjalla um hann. Hann var þá búinn að tala við Hamrén. Þetta hljómar mjög vel,“ sagði Aron Einar „Sumt sem maður hefur lesið hljómar vel en svo er annað sem maður sér. Fólk hefur skoðun á þjálfurum eins og það hefur á leikmönnum. Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og það verður fróðlegt. Ég er spenntur ef þetta gerist og ég er spenntur að vinna með öðrum Svía,“ sagði Aron Einar „Það er alveg á hreinu að við þurfum að halda í okkar gildi. Við vitum hvað við erum góðir í. Það verða einhverjar breytingar og það verða einhverjir ungir peyjar sem koma inn í þetta. Við þurfum líka að sýna þeim hvað við höfum gert til þess að ná þessum árangri,“ sagði Aron Einar. „Með nýjum þjálfara og nýjum áherslum þá bætum við okkur í einhverju sem við höfum ekki verið nógu góðir í. Það er bara bónus en við þurfum að halda í okkar gildi og þau hafa alltaf verið þau sömu,“ sagði Aron Einar Það má heyra allt viðtalið við Aron Einar með því að smella á spilarann hér fyrir ofan eða hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann tjáði sig um næsta landsliðsþjálfara Íslands, Svíann Erik Hamrén. Erik Hamrén hefur sagt starfi sínu lausu hjá Mamelodi Sundowns og suður-afríska félagið hefur staðfest að Hamrén sé að fara að taka við íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn er sáttur með nýja þjálfarann en hann var líka spurður út í stöðuna á honum sjálfum. Enska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi. „Skrokkurinn er allt í lagi og hann er að koma til. Ég spilaði inn í meiðslin í lok tímabilsins og fékk þá ekki þá endurhæfingu eftir meiðslin sem ég þurfti. Ég var að reyna að flýta öllu til að reyna að ná HM. Það spilar aðeins inn í það hvar ég stend í dag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir hjá Cardiff vita þetta og hafa byggt mig hægt og rólega upp. Ég verð aðeins til hliðar í byrjun tímabilsins og tek þá auka styrktaræfingar frekar en að fara á æfingu og spila leiki,“ sagði Aron Einar. „Ég fann kannski ekki beint mikið fyrir þessum meiðslum á HM en ég fann fyrir þeim í undirbúningnum. Þar var mikil keyrsla og mikið lagt í það að ná sér góðum. Ég var ekki leikklár en ég var búinn að æfa mikið, hjóla mikið og synda mikið. Þegar kemur að fótboltanum sjálfum þá var ég ekki í nógu góðu formi og ég fann það sjálfur. Það sást örugglega á mér þótt að ég hafi verið að reyna að fela það,“ sagði Aron Einar „Þetta gekk samt framar vonum og ég náði mótinu sem fólk reiknaði kannski ekki með því ég var meiddur á báðum löppum en ekki bara á einni löpp,“ sagði Aron Einar. Aron Einar fór líka yfir heimsmeistaramótið í Rússlandi þar sem Ísland var hársbreidd frá þvi að komast í sextán liða úrslitin. Næst á dagskrá er Þjóðardeildin og þar verður þjálfari Íslands Svíinn Erik Hamrén. „Ég þekki hann ekkert. Ég átti ágætis spjall við Guðna (Begsson, formann KSÍ), fyrir nokkum dögum þar sem við vorum að spjalla um hann. Hann var þá búinn að tala við Hamrén. Þetta hljómar mjög vel,“ sagði Aron Einar „Sumt sem maður hefur lesið hljómar vel en svo er annað sem maður sér. Fólk hefur skoðun á þjálfurum eins og það hefur á leikmönnum. Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og það verður fróðlegt. Ég er spenntur ef þetta gerist og ég er spenntur að vinna með öðrum Svía,“ sagði Aron Einar „Það er alveg á hreinu að við þurfum að halda í okkar gildi. Við vitum hvað við erum góðir í. Það verða einhverjar breytingar og það verða einhverjir ungir peyjar sem koma inn í þetta. Við þurfum líka að sýna þeim hvað við höfum gert til þess að ná þessum árangri,“ sagði Aron Einar. „Með nýjum þjálfara og nýjum áherslum þá bætum við okkur í einhverju sem við höfum ekki verið nógu góðir í. Það er bara bónus en við þurfum að halda í okkar gildi og þau hafa alltaf verið þau sömu,“ sagði Aron Einar Það má heyra allt viðtalið við Aron Einar með því að smella á spilarann hér fyrir ofan eða hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira