Innlent

Sunnlenskir bændur heyjuðu í dag en segja heyið lélegt

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Sunnlenskir bændur nýttu þurrkinn í dag til að heyja eftir langvarandi vætutíð í sumar. Bóndi á svæðinu man ekki eftir öðrum eins rigningum og býst við að heyið sé lélegt.

Vætutíðin sem hefur einkennt sumarið á Suður- og Vesturlandi hefur sett strik í reikninginn þegar kemur að heyskap og um leið og sést til sólar er eins gott að hafa hraðar hendur. Bændur á Suðurlandi þar sem þurrkur ríkti í dag nýttu tímann vel en voru ekki alls kostar sáttir við uppskeruna. Guðbjörn Guðmundsson bóndi aðstoðaði dóttur sína og tengdason við heyskap í Búlandi í Skaftártungu í dag. Hann segir heyið lélegt eftir rigninguna í sumar og hann man ekki eftir öðru eins. 

Á norður og austanverðu landinu hefur heyskapur gengið afar vel í sumar og voru margir sem hugsuðu til bænda þar þegar Norðmenn fóru þess á leit við Íslendinga að fá að kaupa hey vegna þurrka þar í landi. Matvælastofnun hefur nú sent frá sé upplýsingar um hverjir mega selja norðmönnum hey en það er á svæðum þar sem garnaveiki eða riða hefur ekki komið upp síðustu ár. Alls hafa tæplega 40 bú verið útilokuð og átta af tuttugu og fimm varnarsvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×