Enski boltinn

Kevin De Bruyne meiddist á hné á æfingu með Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin De Bruyne með enska meistarabikarinn í vor.
Kevin De Bruyne með enska meistarabikarinn í vor. Vísir/Getty
Englandsmeistarar Manchester City gætu verið að missa einn sinn besta leikmann ef marka má fréttir enskra miðla af æfingu enska liðsins í dag.

Kevin De Bruyne meiddist á hægra hné á æfingu City liðsins og Manchester City hefur staðfest það á miðlum sínum.





Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðsli Kevin De Bruyne eru en hann þarf að gangast undir frekari rannsóknir.

Belgíski landsliðsmaðurinn gæti verið lengi frá keppni séu meiðslin alvarleg. Hugsanlegt krossbandaslit væri það versta í stöðunni en ekkert hefur verið staðfest.





Kevin De Bruyne gæti ekki aðeins misst af mörgum leikjum með Manchester City á næstunni heldur gæti hann einnig misst af leikjum belgíska landsliðsins á móti Íslandi í Þjóðadeildinni. 

Ísland er í riðli með Belgíu og Sviss og fara allir leikirnir fram í haust. Fyrsti heimaleikur íslenska liðsins er einmitt á móti Belgíu í næsta mánuði.

Kevin De Bruyne átti frábært keppnistímabil með Manchester City í fyrra þar sem hann var með 8 mörk og 16 stoðsendingar. Hann var með 6 mörk og 21 stoðsendingu tímabilið á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×