Hannes Þór Halldórsson og félagar í Qarabag eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli við Bate Borisov í síðari leik liðanna í kvöld.
Qarabag tapaði fyrri leiknum á heimavelli 1-0 og það var ljóst að þeirra biði erfitt verkefni í Hvíta-Rússlandi enda leikmenn Bate þaulvanir Evrópukeppnum.
Mirko Ivanic kom Bate yfir á tuttugustu mínútu og því þurftu Hannes og félagar tvö mörk til að komast áfram. Michel jafnaði metin á 54. mínútu og staðan orðin betri.
Innocent Emeghara, framherji Qarabag, fékk hins vegar sitt annað gula spjald á 77. mínútu og þar með rautt. Það gerði Qarabag erfitt fyrir og lokatölur 1-1.
Bate er því komið áfram í fjórðu umferð forkeppninnar, samanlagt 2-1, en Qarabag er úr leik í Meistaradeildinni. Þeir fara þó í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og mæta þar annað hvort Val eða Sheriff.
Valur er 1-0 undir gegn Sheriff í því einvígi en síðari leikur liðanna fer fram á Origo-vellinum á fimmtudag.
Hannes og félagar úr leik í Meistaradeildinni en gætu mætt Val í Evrópudeildinni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið







Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn