Fótbolti

Bolt fær frumraun sem fótboltamaður á föstudag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bolt í góðgerðaleik á dögunum. Hann mun spila fyrsta "alvöru“ fótboltaleikinn á föstudaginn.
Bolt í góðgerðaleik á dögunum. Hann mun spila fyrsta "alvöru“ fótboltaleikinn á föstudaginn. vísir/getty
Usain Bolt mun þreyta frumraun sína í fótbolta á föstudaginn í vináttulandsleik með Central Coast Mariners.

Bolt á 23 gullverðlaun í spretthlaupum og er heimsmethafi í bæði 100 og 200 metra hlaupi. Hann lagði spretthlaupin á hilluna á síðasta ári og hefur síðan þá einbeitt sér að því að verða fótboltamaður.

Fyrr í mánuðinum gekk Bolt til liðs við ástralska liðið Central Coast Mariners í óákveðinn æfingatíma. Aðlögunin að fótboltanum hefur verið Bolt erfið en þrátt fyrir það ætlar þjálfarinn Mike Mulvey að gefa Bolt einhverjar mínútur í æfingaleik gegn áhugamannaliði á föstudag.

„Hann hefur spilað fótbolta áður þegar hann var enn spretthlaupari svo hann er með grunnkunnáttu, en þetta snýst um að geta spilað á þeim hraða sem við spilum á,“ sagði Mulvey.

Bolt sagðist sjálfur eiga í erfiðleikum með að aðlagast hlaupunum sem fylgja því að spila á vængnum.

„Ég er ekki vanur því að þurfa að breyta svona mikið um hraða, fara upp og niður aftur og aftur. Það er erfitt að aðlagast því. En deildin byrjar ekki fyrr en í lok október svo ég hef tíma,“ sagði áttfaldi Ólympíumeistarinn.

Bolt er stuðningsmaður Manchester United og á sér draum að spila fyrir félagið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×