Yfir hálfs árs bið eftir Nissan Leaf rafbílnum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 Nissan Leaf rafbílarnir hafa rokselst en verðandi eigendur þurfa að bíða. Toyota „Það hefur verið slegist um hvert eintak, sem er jákvætt, en ég held að þetta fari að detta í eðlilegra horf á næsta ári,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri Nissan hjá bílaumboðinu BL. Mikil eftirspurn er eftir nýjum Nissan Leaf rafbíl og afhendingartími getur verið allt að 6-7 mánuðir. Mikil umræða skapaðist um langan afhendingartíma rafbílanna í spjallhópi Nissan Leaf eigenda á Facebook um helgina en bílarnir eru vinsælustu og mest seldu rafbílar landsins og þótt víðar væri leitað. Ný útgáfa af Nissan Leaf, með nýju útliti og stærri rafhlöðu, var kynnt í apríl síðastliðnum og voru hundruð forpantana gerðar hér á landi. Verðandi rafbílaeigendur sem pöntuðu bíl í apríl hafa nú nokkrir fengið upplýsingar um seinkun fram í nóvember. Margir eru skiljanlega svekktir yfir langri bið og töfum sem orðið hafa en Brynjar segir þær eiga sér eðlilegar skýringar. „Það er hárrétt að það eru aðilar sem eru að lenda í aukabiðtíma sem helgast af því almennt að eftirspurnin er tvöföld á við framleiðslugetuna á bílnum yfir höfuð. Ísland er þrátt fyrir þetta framarlega í magni sem við fáum, markaðir eins og Írland eru að fá svipað marga bíla og við,“ segir Brynjar. Hann kveður BL hafa verið að berjast fyrir því að koma afhendingu bílanna á rétt ról. Breyting framleiðandans á uppgefinni framleiðsluáætlun í apríl hafi hins vegar verið ófyrirséð. Nú horfi þó til betri vegar og framleiðsla verið aukin á ný. Biðtíminn er þó langur. „Ef þú ætlar að panta bíl hjá okkur núna er 6-7 mánaða bið. En við sjáum fram á að allir sem áttu pantaða bíla frá kynningunni í apríl fram í júní fái bíla á árinu. Það er búið að festa framleiðslu á okkur og þá verður þetta komið í 300 bíla, sem er nánast jafnmörg eintök og við afhentum af gamla bílnum á þremur og hálfu ári.“ Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Orkumál Tengdar fréttir Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 100.000 fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í dag. Enginn ótti er um orkuskort. 23. mars 2018 20:00 Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Áhugasamir kaupendur fá í langflestum tilfellum engar upplýsingar um rafbíla þegar þeir leita til bílaumboða á Norðurlöndunum. 24. maí 2018 10:47 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
„Það hefur verið slegist um hvert eintak, sem er jákvætt, en ég held að þetta fari að detta í eðlilegra horf á næsta ári,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri Nissan hjá bílaumboðinu BL. Mikil eftirspurn er eftir nýjum Nissan Leaf rafbíl og afhendingartími getur verið allt að 6-7 mánuðir. Mikil umræða skapaðist um langan afhendingartíma rafbílanna í spjallhópi Nissan Leaf eigenda á Facebook um helgina en bílarnir eru vinsælustu og mest seldu rafbílar landsins og þótt víðar væri leitað. Ný útgáfa af Nissan Leaf, með nýju útliti og stærri rafhlöðu, var kynnt í apríl síðastliðnum og voru hundruð forpantana gerðar hér á landi. Verðandi rafbílaeigendur sem pöntuðu bíl í apríl hafa nú nokkrir fengið upplýsingar um seinkun fram í nóvember. Margir eru skiljanlega svekktir yfir langri bið og töfum sem orðið hafa en Brynjar segir þær eiga sér eðlilegar skýringar. „Það er hárrétt að það eru aðilar sem eru að lenda í aukabiðtíma sem helgast af því almennt að eftirspurnin er tvöföld á við framleiðslugetuna á bílnum yfir höfuð. Ísland er þrátt fyrir þetta framarlega í magni sem við fáum, markaðir eins og Írland eru að fá svipað marga bíla og við,“ segir Brynjar. Hann kveður BL hafa verið að berjast fyrir því að koma afhendingu bílanna á rétt ról. Breyting framleiðandans á uppgefinni framleiðsluáætlun í apríl hafi hins vegar verið ófyrirséð. Nú horfi þó til betri vegar og framleiðsla verið aukin á ný. Biðtíminn er þó langur. „Ef þú ætlar að panta bíl hjá okkur núna er 6-7 mánaða bið. En við sjáum fram á að allir sem áttu pantaða bíla frá kynningunni í apríl fram í júní fái bíla á árinu. Það er búið að festa framleiðslu á okkur og þá verður þetta komið í 300 bíla, sem er nánast jafnmörg eintök og við afhentum af gamla bílnum á þremur og hálfu ári.“
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Orkumál Tengdar fréttir Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 100.000 fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í dag. Enginn ótti er um orkuskort. 23. mars 2018 20:00 Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Áhugasamir kaupendur fá í langflestum tilfellum engar upplýsingar um rafbíla þegar þeir leita til bílaumboða á Norðurlöndunum. 24. maí 2018 10:47 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00
Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 100.000 fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í dag. Enginn ótti er um orkuskort. 23. mars 2018 20:00
Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Áhugasamir kaupendur fá í langflestum tilfellum engar upplýsingar um rafbíla þegar þeir leita til bílaumboða á Norðurlöndunum. 24. maí 2018 10:47