Fótbolti

Sjáðu þennan unga fótboltastrák nýta tækifærið og næla sér um leið í smá heimsfrægð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákurin fagnar marki sínu.
Strákurin fagnar marki sínu. Mynd/Skjáskot
Ungur fótboltastrákur gerði aðeins meira en var ætlast til af honum í leik Olympique Marseille og Rennes í franska fótboltanum í gær.

Strákurinn fékk þann heiður að taka upphafssparkið í leiknum eins og venja er í Frakklandi en hann átti bara að senda boltann á næsta mann.

Strákurinn nýtti sér aftur á móti tækifærið til að skora mark á Orange Vélodrome leikvanginum í Marseille. Hann lék upp allan völlinn og skoraði í markið framhjá markverði Rennes.

Sýningunni var þó ekki lokið. Áhorfendur fögnuðu markinu vel en þá fagnaði strákurinn með tilþrifum og reif sig meira segja úr treyjunni. Þetta allt má sjá hér fyrir neðan.





Hann fékk því ekki aðeins að skora fyrir framan meira en fimmtíu þúsund manns heldur krækti hann einnig í smá heimsfrægð enda hefur þetta myndband farið sína leið á samfélagsmiðlum í kjölfarið.

Hvort sem að það var stráknum að kenna þá voru leikmenn Olympique Marseille eitthvað sofandi framan af leik og voru komnir 2-0 undir í hálfleik.

Olympique Marseille náði hinsvegar að tryggja sér stig með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum. Það er ekki búist við því að stráknum verði boðið aftur að taka upphafsspyrnuna í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×