Fótbolti

Bayern kláraði Hoffenheim á síðustu tíu mínútunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bæjarar fagna marki Lewandowski í kvöld.
Bæjarar fagna marki Lewandowski í kvöld. vísir/getty
Bayern München byrjar á sigri í þýsku úrvalsdeildinni en það tók sinn tíma að brjóta niður Hoffenheim. Lokatölur urðu þó 3-1.

Thomas Muller kom Bayern yfir á 23. mínútu en Adam Szalai jafnaði metin fyrir Hoffenheim á 57. mínútu og staðan 1-1.

Annað mark Bæjara kom ekki fyrr en átta mínútum fyrir leikslok er Robert Lewandowski skoraði úr ódýrri vítaspyrnu sem þurfti að taka tvisvar.

Lewandowski klúðraði í fyrra skiptið og Arjen Robben kom boltanum í netið en Robben var kominn of snemma inn í teiginn. Það var notað VAR og Lewandowski tók spyrnuna aftur og skoraði.

Í uppbótartíma skoraði svo Arjen Robben þriðja markið eftir laglegt samspil við Thomas Muller en skömmu áður hafði verið tekið mark af Muller er notað var VAR. Lokatölur 3-1.

Bæjarar eru því komnir á blað í þýska boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×