Fótbolti

Kolbeinn á leið til Grikklands?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðast landsleik á EM í Frakklandi 2016
Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðast landsleik á EM í Frakklandi 2016 vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson gæti spilað á Grikklandi í vetur, Panathinaikos hefur áhuga á að kaupa Kolbein. Þetta hefur 433.is eftir bróður og umboðsmanni Kolbeins.

Kolbeinn hefur verið settur á sölulista hjá franska liðinu Nantes sem vill losna við hann. Hann hefur verið hjá Nantes síðan árið 2015.

Kolbeinn var lykilmaður í íslenska landsliðinu á EM 2016 en hefur ekki spilað landsleik síðan þar sem hann meiddist stuttu eftir mótið. Meiðslin voru erfið og hefur honum gengið illa að ná sér af þeim.

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, sagði á blaðamannafundi í síðustu viku að Kolbeinn væri orðinn heill heilsu og leikfær, en hann fær engin tækifæri í Frakklandi. Kolbeinn var valinn í landsliðshópinn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni.

Félagsskiptaglugginn lokar á morgun og verða forráðamenn Nantes að hafa hraðar hendur eigi skiptin að ganga í gegn. Panathinaikos er eitt stærsta lið Grikklands.


Tengdar fréttir

Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×