Stjórnarskrá Íslands sker sig úr varðandi skort á framsalsheimildum Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Björg Thorarensen prófessor við HÍ. Háskóli Íslands „Það er margt ólíkara í stjórnskipun Norðurlandanna en almennt hefur verið talið. Grunnurinn er sameiginlegur en birtist og hefur þróast með ólíkum hætti,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við HÍ. Björg er önnur tveggja ritstjóra nýrrar bókar sem fjallar um samanburð á stjórnarskrám Norðurlandanna. Bókin er á ensku en auk Bjargar eru fimm höfundar sem eru norrænir fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar. „Við hittumst reglulega á málþingum og höfum haldið ráðstefnur. Þessi hugmynd kviknaði út frá því. Kosturinn við að gefa bókina út á ensku er sá að við erum að opna þetta fyrir öðrum en norrænum fræðimönnum. Á alþjóðavettvangi halda margir að Norðurlöndin séu mjög lík og hugsa jafnvel um þau sem eina heild.“ Björg segir margt binda Norðurlöndin saman en margt sé líka ólíkt. „Það hefur mikil áhrif að þrjú ríkjanna séu í ESB en tvö í EES. Svíþjóð og Finnland hafa breytt sínum stjórnarskrám mikið og þar hafa verið sett inn ákvæði um samspil þjóðþinganna við ESB. Þetta hafa Danir ekki gert en í dönsku stjórnarskránni er þó skýr framsalsheimild.“ Björg bendir á að Ísland skeri sig úr hvað varðar skort á heimildum til framsals valds. „Ákvæði um þjóðréttarsamvinnu er í grunninn frá 1920 og gefur enga vísbendingu um að það megi framselja vald ríkisins. Hér hefur það aldrei verið viðurkennt að það sé verið að framselja ríkisvald til alþjóðastofnana.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
„Það er margt ólíkara í stjórnskipun Norðurlandanna en almennt hefur verið talið. Grunnurinn er sameiginlegur en birtist og hefur þróast með ólíkum hætti,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við HÍ. Björg er önnur tveggja ritstjóra nýrrar bókar sem fjallar um samanburð á stjórnarskrám Norðurlandanna. Bókin er á ensku en auk Bjargar eru fimm höfundar sem eru norrænir fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar. „Við hittumst reglulega á málþingum og höfum haldið ráðstefnur. Þessi hugmynd kviknaði út frá því. Kosturinn við að gefa bókina út á ensku er sá að við erum að opna þetta fyrir öðrum en norrænum fræðimönnum. Á alþjóðavettvangi halda margir að Norðurlöndin séu mjög lík og hugsa jafnvel um þau sem eina heild.“ Björg segir margt binda Norðurlöndin saman en margt sé líka ólíkt. „Það hefur mikil áhrif að þrjú ríkjanna séu í ESB en tvö í EES. Svíþjóð og Finnland hafa breytt sínum stjórnarskrám mikið og þar hafa verið sett inn ákvæði um samspil þjóðþinganna við ESB. Þetta hafa Danir ekki gert en í dönsku stjórnarskránni er þó skýr framsalsheimild.“ Björg bendir á að Ísland skeri sig úr hvað varðar skort á heimildum til framsals valds. „Ákvæði um þjóðréttarsamvinnu er í grunninn frá 1920 og gefur enga vísbendingu um að það megi framselja vald ríkisins. Hér hefur það aldrei verið viðurkennt að það sé verið að framselja ríkisvald til alþjóðastofnana.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira