Fremstu stjórar Evrópu vilja losna við útivallamarkaregluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 08:00 Valsmenn standa hér svekktir eftir en skömmu áður höfðu þeir klúðrað dauðafæri í heimaleiknum á móti Sheriff Tiraspol. Vísir/Daníel Fremstu knattspyrnustjórar Evrópu hafa sett pressu á Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um að gera breytingar á reglunni um útivallarmörk og þeir vilja líka að öll félög sitji við sama borð þegar kemur að lokunartíma félagsskiptagluggans. Íslandsmeistarar Vals eru eitt af fórnarlömbum útivallarmarkareglunnar í haust en Valsliðið datt út úr Evrópudeildinni á móti Sheriff Tiraspol á færri mörkum skoruðu á útivelli. „Þjálfararnir halda því fram að skora mörk á útivelli sé ekki eins erfitt og það var einu sinni,“ sagði Giorgio Marchetti, aðstoðarframkvæmdastjóri UEFA, við BBC eftir fund þjálfaranna í Sviss. „Þeir vilja að við endurskoðum þessa reglu og það munum við líka gera,“ sagði Marchetti.Uefa is set to review the away-goals rule in continental competitions, after a number of coaches called for a change. More: https://t.co/EIhFqEZsNBpic.twitter.com/vSEyZjx35Y — BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2018Á þessum árlega fundi voru meðal annars Jose Mourinho (stjóri Manchester United), Unai Emery (stjóri Arsenal), Arsene Wenger, Massimiliano Allegri (stjóri Juventus), Julen Lopetegui (stjóri Real Madrid), Carlo Ancelotti (stjóri Napoli) og Thomas Tuchel (stjóri Paris St-Germain). Reglan um útivallarmörkin kom fyrst fram í Evrópukeppni bikarhafa árið 1965 en þá hafði verið gripið til þess ráðs að kasta upp krónu eða spila annan leik á hlutlausum velli á tímum þegar ferðalög voru mun erfiðari. Marchetti sagði að reglan hafi nú þau áhrif að heimaliðin taki enga áhættu og leggi ofurkapp á því að halda hreinu og fá ekki á sig þetta „hræðilega“ útivallarmark. Knattspyrnustjórarnir pressuðu líka á það að félagsskiptaglugginn myndi loka á sama tíma í Evrópu og í Englandi eða fyrir tímabilið. Enska úrvalsdeildin færði lokunartíma gluggans fram fyrir mótið í haust. Gluggarnir á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi og í Frakklandi sem dæmi lokuðu ekki fyrr en í lok ágúst. „Þjálfararnir eru á því að það eiga að vera einn algildur gluggi og sá gluggi ætti að lokast áður en tímabilið hefst. Hugmyndin núna er að reyna að láta það verða að veruleika,“ sagði Marchetti. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Fremstu knattspyrnustjórar Evrópu hafa sett pressu á Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um að gera breytingar á reglunni um útivallarmörk og þeir vilja líka að öll félög sitji við sama borð þegar kemur að lokunartíma félagsskiptagluggans. Íslandsmeistarar Vals eru eitt af fórnarlömbum útivallarmarkareglunnar í haust en Valsliðið datt út úr Evrópudeildinni á móti Sheriff Tiraspol á færri mörkum skoruðu á útivelli. „Þjálfararnir halda því fram að skora mörk á útivelli sé ekki eins erfitt og það var einu sinni,“ sagði Giorgio Marchetti, aðstoðarframkvæmdastjóri UEFA, við BBC eftir fund þjálfaranna í Sviss. „Þeir vilja að við endurskoðum þessa reglu og það munum við líka gera,“ sagði Marchetti.Uefa is set to review the away-goals rule in continental competitions, after a number of coaches called for a change. More: https://t.co/EIhFqEZsNBpic.twitter.com/vSEyZjx35Y — BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2018Á þessum árlega fundi voru meðal annars Jose Mourinho (stjóri Manchester United), Unai Emery (stjóri Arsenal), Arsene Wenger, Massimiliano Allegri (stjóri Juventus), Julen Lopetegui (stjóri Real Madrid), Carlo Ancelotti (stjóri Napoli) og Thomas Tuchel (stjóri Paris St-Germain). Reglan um útivallarmörkin kom fyrst fram í Evrópukeppni bikarhafa árið 1965 en þá hafði verið gripið til þess ráðs að kasta upp krónu eða spila annan leik á hlutlausum velli á tímum þegar ferðalög voru mun erfiðari. Marchetti sagði að reglan hafi nú þau áhrif að heimaliðin taki enga áhættu og leggi ofurkapp á því að halda hreinu og fá ekki á sig þetta „hræðilega“ útivallarmark. Knattspyrnustjórarnir pressuðu líka á það að félagsskiptaglugginn myndi loka á sama tíma í Evrópu og í Englandi eða fyrir tímabilið. Enska úrvalsdeildin færði lokunartíma gluggans fram fyrir mótið í haust. Gluggarnir á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi og í Frakklandi sem dæmi lokuðu ekki fyrr en í lok ágúst. „Þjálfararnir eru á því að það eiga að vera einn algildur gluggi og sá gluggi ætti að lokast áður en tímabilið hefst. Hugmyndin núna er að reyna að láta það verða að veruleika,“ sagði Marchetti.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“