Útgjöld ríkissjóðs aukast um 55 milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2018 20:15 Útgjöld ríkissjóðs aukast um fimmtíu og fimm milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Mest munar um aukin framlög til heilbrigðismála upp á 12,6 milljarða. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 29 milljarða króna afgangi á næsta ári eða sem nemur einu prósenti af vergri landsframleiðslu. Það er minnsti afgangur fjárlaga samkvæmt markmiðum í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára.Gert er ráð fyrir 29 milljarða króna afgangi.Mynd/Stöð 2Á kynningarfundi Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra í dag kom fram að heildartekjur ríkissjóðs séu áætlaðar 891,6 milljarðar og útgjöldin 862,7 milljarðar á næsta ári. Útgjöld milli ára aukast um 55 milljarða eða 7 prósent og tekjurnar aukast um aðeins minni fjárhæð. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 12,6 milljarða að frátöldum launa- og verðlagshækkunum, þar af fara 7,2 milljarðar til byggingaframkvæmda á nýjum Landsspítala.Hvernig mun hinn almenni borgari finna fyrir þeim breytingum sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu?„Vonandi með því að við höldum áfram þeim stöðugleika sem hér hefur verið. Við erum sömuleiðis að létta álögum, styðja betur við barnafjölskyldur í landinu. Við hækkum persónuafsláttinn með sérstakri hækkun. Þannig að það skilar sér í auknu mæli til tekju lágra þótt ekki sé um verulega hækkun á persónuafslættinum að ræða en engu að síður mikilvæga,“ segir Bjarni.Mynd/Stöð 2Samkvæmt lögum hefði persónuafslátturinn átt að hækka um þrjú prósent en hann verður hækkaður um fjögur prósent. Bjarni nefnir líka átak í samgöngumálum og fleiri stór verkefni. „Við erum að fjármagna átak í geðheilbrigðismálum, við förum í ýmsar framkvæmdir sem við höfum þurft að láta sitja á hakanum á undanförnum árum. Eins og einstakar byggingar, til dæmis Hús íslenskunnar. Landhelgisgæslan sér nú fram á að geta farið að fá nýjar þyrlur. Það eru mörg slík verkefni sem við erum að klára í þessum fjárlögum,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir skipta miklu máli að tekist hafi að lækka skuldir ríkissjóðs mikið á undanförnum árum en þær hafa lækkað um 658 milljarða frá árinu 2011 eða úr 86 prósentum af landsframleiðslu í 31 prósent á þessu ári. Þar með hafi vaxtagreiðslur lækkað um 40 milljarða á ári. Ríkisstjórnin hafi þegar komið til móts við verkalýðshreyfinguna á þessu ári og geri það áfram í fjárlögum næsta árs til að mynda með auknum stuðningi við barnafjölskyldur. Þá lækkar tryggingagjald á fyrirtæki um 8 milljarða í áföngum á næsta og þar næsta ári.Mynd/Stöð 2Hvað myndir þú segja að einkenndi þessi fjárlög í heild sinni?„Þessi fjárlög eru sókn til bætra lífskjara á mjög traustum grunni. Við erum að ná skuldaviðmiðinu í fyrsta sinn frá því lög um opinber fjármál voru sett. það er að segja 30 prósenta viðmiðinu og við erum að gera betur á öllum sviðum samfélagsins. Við erum að styðja við betra líf á landinu,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Ætla að fara vel með 24 þúsund krónurnar frá Bjarna Ben Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 16:00 Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00 Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Útgjöld ríkissjóðs aukast um fimmtíu og fimm milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Mest munar um aukin framlög til heilbrigðismála upp á 12,6 milljarða. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 29 milljarða króna afgangi á næsta ári eða sem nemur einu prósenti af vergri landsframleiðslu. Það er minnsti afgangur fjárlaga samkvæmt markmiðum í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára.Gert er ráð fyrir 29 milljarða króna afgangi.Mynd/Stöð 2Á kynningarfundi Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra í dag kom fram að heildartekjur ríkissjóðs séu áætlaðar 891,6 milljarðar og útgjöldin 862,7 milljarðar á næsta ári. Útgjöld milli ára aukast um 55 milljarða eða 7 prósent og tekjurnar aukast um aðeins minni fjárhæð. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 12,6 milljarða að frátöldum launa- og verðlagshækkunum, þar af fara 7,2 milljarðar til byggingaframkvæmda á nýjum Landsspítala.Hvernig mun hinn almenni borgari finna fyrir þeim breytingum sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu?„Vonandi með því að við höldum áfram þeim stöðugleika sem hér hefur verið. Við erum sömuleiðis að létta álögum, styðja betur við barnafjölskyldur í landinu. Við hækkum persónuafsláttinn með sérstakri hækkun. Þannig að það skilar sér í auknu mæli til tekju lágra þótt ekki sé um verulega hækkun á persónuafslættinum að ræða en engu að síður mikilvæga,“ segir Bjarni.Mynd/Stöð 2Samkvæmt lögum hefði persónuafslátturinn átt að hækka um þrjú prósent en hann verður hækkaður um fjögur prósent. Bjarni nefnir líka átak í samgöngumálum og fleiri stór verkefni. „Við erum að fjármagna átak í geðheilbrigðismálum, við förum í ýmsar framkvæmdir sem við höfum þurft að láta sitja á hakanum á undanförnum árum. Eins og einstakar byggingar, til dæmis Hús íslenskunnar. Landhelgisgæslan sér nú fram á að geta farið að fá nýjar þyrlur. Það eru mörg slík verkefni sem við erum að klára í þessum fjárlögum,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir skipta miklu máli að tekist hafi að lækka skuldir ríkissjóðs mikið á undanförnum árum en þær hafa lækkað um 658 milljarða frá árinu 2011 eða úr 86 prósentum af landsframleiðslu í 31 prósent á þessu ári. Þar með hafi vaxtagreiðslur lækkað um 40 milljarða á ári. Ríkisstjórnin hafi þegar komið til móts við verkalýðshreyfinguna á þessu ári og geri það áfram í fjárlögum næsta árs til að mynda með auknum stuðningi við barnafjölskyldur. Þá lækkar tryggingagjald á fyrirtæki um 8 milljarða í áföngum á næsta og þar næsta ári.Mynd/Stöð 2Hvað myndir þú segja að einkenndi þessi fjárlög í heild sinni?„Þessi fjárlög eru sókn til bætra lífskjara á mjög traustum grunni. Við erum að ná skuldaviðmiðinu í fyrsta sinn frá því lög um opinber fjármál voru sett. það er að segja 30 prósenta viðmiðinu og við erum að gera betur á öllum sviðum samfélagsins. Við erum að styðja við betra líf á landinu,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Ætla að fara vel með 24 þúsund krónurnar frá Bjarna Ben Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 16:00 Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00 Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Ætla að fara vel með 24 þúsund krónurnar frá Bjarna Ben Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 16:00
Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00
Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43
Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38