Trump-liðar ætla í hart gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2018 07:01 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar í hart gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum, ICC. Meðal annars ætla Bandaríkin að hóta að beita dómarar ICC viðskiptaþvingunum og er það vegna mögulegrar rannsóknar dómsstólsins á hugsanlegum stríðsglæpum bandarískra hermanna í Afganistan. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mun kynna ætlanir ríkisstjórnarinnar á í ræðu hjá samtökunum Federalist Society, sem eru samtök íhaldssamra lögfræðinga í Bandaríkjunum.Reuters hefur séð frumrit af ræðu Bolton og þar segir að hann ætli sér að grafa undan trúverðugleika dómstólsins og að Bandaríkin muni berjast gegn honum af fullum krafti.„Bandaríkin munu beita öllum leiðum til að vernda borgara okkar og bandamanna okkar frá ósanngjarnri lögsókn þessa óviðurkennda dómstóls,“ mun Bolton segja. Hann mun einnig segja að dómstóllinn sé þegar „dauður“ í augum Bandaríkjanna. Þeir muni ekki hjálpa honum né aðstoða á nokkurn hátt. Þar að auki muni Bandaríkin reyna að gera milliríkjasamninga um að aðrar þjóðir megi ekki framselja Bandaríska ríkisborgara til dómstólsins og reyna að nota öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að draga úr áhrifum dómstólsins. Á sama tíma eru Bandaríkin að loka skrifstofu Palestínsku frelsishreyfingarinnar, (Palestine Liberation Organization eða PLO), í Washington og segja það vera vegna meintra tilrauna samtakanna til að fá Alþjóðlega sakamáladómstólinn til að rannsaka meinta stríðsglæpi Ísraelsmanna í Palestínu. „Bandaríkin munu ávalt standa með vinum okkar og bandamönnum í Ísrael,“ mun Bolton segja í ræðu sinni, samkvæmt Reuters. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er ætlað að rannsaka stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð, svo eitthvað sé nefnt. Hann var stofnaður í Róm árið 2002 og skrifuðu Bandaríkin ekki undir stofnsáttmálann í Róm. Þess í stað lýsti George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, því yfir að hann væri mótfallinn stofnun dómstólsins. Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók þó nokkur skref í átt að auknu samstarfi með ICC. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björguðu NATO-samningi frá Trump á bak við tjöldin Bandarískir og evrópskir embættismenn unnu saman að því að smíða yfirlýsingu NATO-fundar tímanlega til að minnka líkurnar á að Trump forseti setti hana í uppnám. 10. ágúst 2018 15:14 Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar í hart gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum, ICC. Meðal annars ætla Bandaríkin að hóta að beita dómarar ICC viðskiptaþvingunum og er það vegna mögulegrar rannsóknar dómsstólsins á hugsanlegum stríðsglæpum bandarískra hermanna í Afganistan. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mun kynna ætlanir ríkisstjórnarinnar á í ræðu hjá samtökunum Federalist Society, sem eru samtök íhaldssamra lögfræðinga í Bandaríkjunum.Reuters hefur séð frumrit af ræðu Bolton og þar segir að hann ætli sér að grafa undan trúverðugleika dómstólsins og að Bandaríkin muni berjast gegn honum af fullum krafti.„Bandaríkin munu beita öllum leiðum til að vernda borgara okkar og bandamanna okkar frá ósanngjarnri lögsókn þessa óviðurkennda dómstóls,“ mun Bolton segja. Hann mun einnig segja að dómstóllinn sé þegar „dauður“ í augum Bandaríkjanna. Þeir muni ekki hjálpa honum né aðstoða á nokkurn hátt. Þar að auki muni Bandaríkin reyna að gera milliríkjasamninga um að aðrar þjóðir megi ekki framselja Bandaríska ríkisborgara til dómstólsins og reyna að nota öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að draga úr áhrifum dómstólsins. Á sama tíma eru Bandaríkin að loka skrifstofu Palestínsku frelsishreyfingarinnar, (Palestine Liberation Organization eða PLO), í Washington og segja það vera vegna meintra tilrauna samtakanna til að fá Alþjóðlega sakamáladómstólinn til að rannsaka meinta stríðsglæpi Ísraelsmanna í Palestínu. „Bandaríkin munu ávalt standa með vinum okkar og bandamönnum í Ísrael,“ mun Bolton segja í ræðu sinni, samkvæmt Reuters. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er ætlað að rannsaka stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð, svo eitthvað sé nefnt. Hann var stofnaður í Róm árið 2002 og skrifuðu Bandaríkin ekki undir stofnsáttmálann í Róm. Þess í stað lýsti George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, því yfir að hann væri mótfallinn stofnun dómstólsins. Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók þó nokkur skref í átt að auknu samstarfi með ICC.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björguðu NATO-samningi frá Trump á bak við tjöldin Bandarískir og evrópskir embættismenn unnu saman að því að smíða yfirlýsingu NATO-fundar tímanlega til að minnka líkurnar á að Trump forseti setti hana í uppnám. 10. ágúst 2018 15:14 Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Björguðu NATO-samningi frá Trump á bak við tjöldin Bandarískir og evrópskir embættismenn unnu saman að því að smíða yfirlýsingu NATO-fundar tímanlega til að minnka líkurnar á að Trump forseti setti hana í uppnám. 10. ágúst 2018 15:14
Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19
Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30