Erlent

Lögreglan í Danmörku leitar að manneskjum vegna alvarlegs glæps

Birgir Olgeirsson skrifar
Aðgerðin hefur staðið yfir í dag.
Aðgerðin hefur staðið yfir í dag. VÍsir/EPA
Lögreglan í Danmörku stöðvaði alla umferð til og frá Sjálandi, stærstu eyju landsins, vegna leitar að þremur manneskjum. Lögreglan sagði fjölmiðlum að manneskjurnar væru grunaðar um alvarlegan glæp en fjölmiðlar sögðust hafa heimildir fyrir því að leitin tengist mannráni. 

Stöðvaði lögreglan umferð um stóru beltisbrúna og Eyrarsundsbrúna og bannaði allar ferjusiglingar og lestarferðir.

Lögreglan lýsti eftir bifreiðinni sem manneskjurnar þrjár eru á. Er um að ræða Volvo V90 með sænska skráningarnúmerið ZBP 546.

Berlingske Tidende hafði eftir ljósmyndara að hann hefði séð vopnaða lögreglumenn stöðva bíl á hraðbraut vestur af Kaupmannahöfn, sem er á Sjálandseyju.

Hans Jorgen Bonnichsen, fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, sagði í samtali við Berlingske Tidende að hann hefði aldrei orðið vitni af svo umfangsmikilli lögreglu aðgerð á 41 árs ferli sínum

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:50




Fleiri fréttir

Sjá meira


×