Erlent

Ivanka Trump segist ekki taka við af Nikki Haley

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Eftir tilkynningu Haley, sem fór fögrum orðum um Ivönku Trump og eiginmann hennar Jared Kushner, veltu stjórnmálasérfræðingar og samfélagsrýnendur fyrir sér hvort Trump hefði í hyggju að tilnefna dóttur sína í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.
Eftir tilkynningu Haley, sem fór fögrum orðum um Ivönku Trump og eiginmann hennar Jared Kushner, veltu stjórnmálasérfræðingar og samfélagsrýnendur fyrir sér hvort Trump hefði í hyggju að tilnefna dóttur sína í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Vísir/AP
Donal Trump, Bandaríkjaforseti, íhugar að skipa Dinu Powell, yfirmann hjá Goldman Sachs og fyrrverandi ráðgjafa hjá Hvíta húsinu, í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.

Haley sagði óvænt af sér sem sendiherra í dag en á blaðamannafundi sagðist hún ekki ætla að bjóða sig fram gegn Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020.

Ivanka vill ekki verða sendiherra

Að lokinni tilkynningu Haley, sem fór fögrum orðum um Ivönku Trump og eiginmann hennar Jared Kushner, veltu stjórnmálasérfræðingar og samfélagsrýnendur því fyrir sér hvort Trump hefði í hyggju að tilnefna dóttur sína í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.

Sá orðrómur hefur nú verið kveðinn í kútinn því Ivanka sjálf skrifaði á Twitter síðu sína að það væri sér heiður að starfa með frábæru samstarfsfólki í Hvíta húsinu. Hún væri viss um að faðir sinn tilnefni góðan eftirmann Haley og útilokaði í kjölfarið að hún myndi taka að sér starfið.

 

Haley mun hjálpa Trump að velja eftirmann sinn

Trump ræddi við blaða-og fréttamenn áður en hann fór til Iowa. Hann sagði að Haley myndi ljúka störfum hjá Sameinuðu þjóðunum í lok árs 2018 og jafnframt að hún myndi hjálpa sér að velja eftirmann sinn.

Powell starfaði sem ráðgjafi á sviði þjóðaröryggismála hjá ríkisstjórn Trump fyrsta árið í embætti en hún hvarf aftur til starfa hjá bankanum þar sem hún hefur unnið í rúman áratug.


Tengdar fréttir

Nikki Haley segir upp

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur sagt starfi sínu lausu. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagður hafa móttekið og samþykkt uppsögn hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×