Rúnar Már: Líklega misst af lestinni að komast í enska boltann Henry Birgir Gunnarsson í Saint-Brieuc skrifar 9. október 2018 10:00 Skagfirðingurinn Rúnar Már vonast eftir spiltíma gegn Frökkum. Rúnar Már S. Sigurjónsson hefur staðið sig vel með Grasshopper í Sviss og er orðinn fyrirliði liðsins. Hann er nú mættur með landsliðinu til Frakklands með sjálfstraustið í góðu standi. „Mér finnst alltaf æðislegt að koma til móts við landsliðið enda frábær hópur. Það er alltaf gott að kúpla sig út úr félagsliðadæminu og mann hlakkar alltaf til að hitta hópinn,“ segir Rúnar Már léttur og kátur. „Þetta hefur verið upp og ofan hjá okkur í Sviss. Vinnum einn og töpum næsta. Það er heiður að vera fyrirliði hjá stórum klúbbi eins og Grasshopper og ég reyni að gera mitt besta í því hlutverki.“ Rúnar segir að þó svo margt mætti laga hjá Grasshopper þá sé það gott félag. „Það er gott að vera í Sviss og þetta er stór klúbbur. Ég er að renna út á samningi í sumar og við sjáum hvað setur,“ segir Skagfirðingurinn en hvert stefnir hugurinn? „Ég verð að vera raunsær. Maður er ekkert að yngjast og verður að skoða allt sem kemur upp. Alla stráka dreymir um að spila í enska boltanum en ég held að það sé farið frá mér en við sjáum hvað kemur upp. Það er allt í gangi og ég get samið í janúar. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerist.“ Rúnar Már segir að það sé spennandi að fá að mæta heimsmeisturunum á heimavelli svona skömmu eftir HM. „Alla fótboltamenn dreymir um að spila gegn þeim bestu í heiminum og alla hlakkar til. Ég vona að ég fái að taka þátt og er tilbúinn að spila ef ég verð valinn.“ Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Rúnar Már S. Sigurjónsson hefur staðið sig vel með Grasshopper í Sviss og er orðinn fyrirliði liðsins. Hann er nú mættur með landsliðinu til Frakklands með sjálfstraustið í góðu standi. „Mér finnst alltaf æðislegt að koma til móts við landsliðið enda frábær hópur. Það er alltaf gott að kúpla sig út úr félagsliðadæminu og mann hlakkar alltaf til að hitta hópinn,“ segir Rúnar Már léttur og kátur. „Þetta hefur verið upp og ofan hjá okkur í Sviss. Vinnum einn og töpum næsta. Það er heiður að vera fyrirliði hjá stórum klúbbi eins og Grasshopper og ég reyni að gera mitt besta í því hlutverki.“ Rúnar segir að þó svo margt mætti laga hjá Grasshopper þá sé það gott félag. „Það er gott að vera í Sviss og þetta er stór klúbbur. Ég er að renna út á samningi í sumar og við sjáum hvað setur,“ segir Skagfirðingurinn en hvert stefnir hugurinn? „Ég verð að vera raunsær. Maður er ekkert að yngjast og verður að skoða allt sem kemur upp. Alla stráka dreymir um að spila í enska boltanum en ég held að það sé farið frá mér en við sjáum hvað kemur upp. Það er allt í gangi og ég get samið í janúar. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerist.“ Rúnar Már segir að það sé spennandi að fá að mæta heimsmeisturunum á heimavelli svona skömmu eftir HM. „Alla fótboltamenn dreymir um að spila gegn þeim bestu í heiminum og alla hlakkar til. Ég vona að ég fái að taka þátt og er tilbúinn að spila ef ég verð valinn.“
Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira