Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 19:06 Frá mótmælum gegn tilnefningu Kavanaugh. Heitar tilfinningar eru vegna tilnefningarinnar sem getur haft veruleg áhrif á bandarísk samfélag til næstu áratuganna. Vísir/EPA Hvíta húsið hefur gefið bandarísku alríkislögreglunni FBI leyfi til þess að færa út kvíarnar í rannsókn sinni á ásökunum tveggja kvenna um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta, hafi bætt þær kynferðislegu ofbeldi á námsárum þeirra. Gagnrýnt hafði verið að rannsókninni hafði verið sniðinn þröngur stakkur. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi þegar þær voru í framhalds- eða háskóla. Ein þeirra, Christine Blasey Ford, kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Meirihluti repúblikana í nefndinni samþykkti tilnefningu Kavanaugh, sem hefur hafnað ásökunum kvennanna afdráttarlaust, til hæstaréttar á föstudag með þeim fyrirvara að FBI rannsakaði ásakanir tveggja þeirra. Til þess átti alríkislögreglan hins vegar aðeins að fá viku. Þá hefur bólað á gagnrýni undanfarna daga á að Hvíta húsið hafi bundið hendur rannsakendanna verulega, við hverja þeir mættu ræða og hvaða mál þeir mættu skoða. Upphaflega fékk FBI aðeins leyfi til að ræða við fjögur vitni: tvo vini dómaraefnisins, vin Ford og Deboruh Ramirez, aðra konu sem sakar Kavanaugh um kynferðisbrot. Bandarískir fjölmiðlar hafa jafnframt sagt frá erfiðleikum fyrrverandi skólafélaga Kavanaugh og kvennanna sem vilja gefa upplýsingar við að koma þeim á framfæri við FBI. „Ég hélt að þetta yrði rannsókn en í staðinn virðist þetta bara vera afsökun fyrir repúblikana til að greiða atkvæði með Kavanaugh,“ hefur New Yorker eftir skólafélaga Kavanaugh og Ramirez við Yale-háskóla sem hefur reynt án árangurs að ná sambandi við FBI vegna rannsóknarinnar.Mega útvíkka rannsóknina, svo lengi sem þau flýta sér Nú segir New York Times að Hvíta húsið hafi gefið FBI leyfi til að ræða við hvern þann sem fulltrúar hennar telja nauðsynlegt að ná tali af, svo lengi sem rannsókninni verði lokið fyrir föstudag. Þá ætla repúblikanar sér að láta öldungadeildina greiða atkvæði um hvort að Kavanaugh verði skipaður dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan. „FBI ætti að ræða við hvern sem þeir vilja innan skynsamlegra marka en maður verður að segja innan skynsamlegra marka,“ sagði Trump forseti í dag. Kavanaugh og repúblikanar hafa fram að þessu hafnað því að víðtæk rannsókn fari fram á ásökunum kvennanna eða á meintum rangfærslum hans um áfengisdrykkju sína og fleiri hluta þegar hann kom fyrir dómsmálanefndina. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fulltrúi í dómsmálanefndinni, sem knúði á um að FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Kavanaugh sagði í dag að ekki ætti að binda hendur rannsakendanna. Þá sagði hann að ef í ljós kemur að Kavanaugh hafi sagt fulltrúum nefndarinnar ósatt þá verði tilnefning hans úr sögunni. Örlög Kavanaugh í öldungadeildinni eru fyrst og fremst sögð velta á atkvæðum Flake, tveggja þingkvenna repúblikana og tveggja þingmanna demókrata frá ríkjum sem halla sér mjög að repúblikönum. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Hvíta húsið hefur gefið bandarísku alríkislögreglunni FBI leyfi til þess að færa út kvíarnar í rannsókn sinni á ásökunum tveggja kvenna um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta, hafi bætt þær kynferðislegu ofbeldi á námsárum þeirra. Gagnrýnt hafði verið að rannsókninni hafði verið sniðinn þröngur stakkur. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi þegar þær voru í framhalds- eða háskóla. Ein þeirra, Christine Blasey Ford, kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Meirihluti repúblikana í nefndinni samþykkti tilnefningu Kavanaugh, sem hefur hafnað ásökunum kvennanna afdráttarlaust, til hæstaréttar á föstudag með þeim fyrirvara að FBI rannsakaði ásakanir tveggja þeirra. Til þess átti alríkislögreglan hins vegar aðeins að fá viku. Þá hefur bólað á gagnrýni undanfarna daga á að Hvíta húsið hafi bundið hendur rannsakendanna verulega, við hverja þeir mættu ræða og hvaða mál þeir mættu skoða. Upphaflega fékk FBI aðeins leyfi til að ræða við fjögur vitni: tvo vini dómaraefnisins, vin Ford og Deboruh Ramirez, aðra konu sem sakar Kavanaugh um kynferðisbrot. Bandarískir fjölmiðlar hafa jafnframt sagt frá erfiðleikum fyrrverandi skólafélaga Kavanaugh og kvennanna sem vilja gefa upplýsingar við að koma þeim á framfæri við FBI. „Ég hélt að þetta yrði rannsókn en í staðinn virðist þetta bara vera afsökun fyrir repúblikana til að greiða atkvæði með Kavanaugh,“ hefur New Yorker eftir skólafélaga Kavanaugh og Ramirez við Yale-háskóla sem hefur reynt án árangurs að ná sambandi við FBI vegna rannsóknarinnar.Mega útvíkka rannsóknina, svo lengi sem þau flýta sér Nú segir New York Times að Hvíta húsið hafi gefið FBI leyfi til að ræða við hvern þann sem fulltrúar hennar telja nauðsynlegt að ná tali af, svo lengi sem rannsókninni verði lokið fyrir föstudag. Þá ætla repúblikanar sér að láta öldungadeildina greiða atkvæði um hvort að Kavanaugh verði skipaður dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan. „FBI ætti að ræða við hvern sem þeir vilja innan skynsamlegra marka en maður verður að segja innan skynsamlegra marka,“ sagði Trump forseti í dag. Kavanaugh og repúblikanar hafa fram að þessu hafnað því að víðtæk rannsókn fari fram á ásökunum kvennanna eða á meintum rangfærslum hans um áfengisdrykkju sína og fleiri hluta þegar hann kom fyrir dómsmálanefndina. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fulltrúi í dómsmálanefndinni, sem knúði á um að FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Kavanaugh sagði í dag að ekki ætti að binda hendur rannsakendanna. Þá sagði hann að ef í ljós kemur að Kavanaugh hafi sagt fulltrúum nefndarinnar ósatt þá verði tilnefning hans úr sögunni. Örlög Kavanaugh í öldungadeildinni eru fyrst og fremst sögð velta á atkvæðum Flake, tveggja þingkvenna repúblikana og tveggja þingmanna demókrata frá ríkjum sem halla sér mjög að repúblikönum.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00
Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30
Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15