Innlent

Adam&Evu-þjófarnir ganga enn lausir

Samúel Karl Ólason skrifar
Þjófarnir notuðust við bíl af gerðinni Huyndai i10 sem þeir höfðu stolið þann 17. september.
Þjófarnir notuðust við bíl af gerðinni Huyndai i10 sem þeir höfðu stolið þann 17. september. Vísir/VIlhelm
Bíræfnir þjófar sem óku á inngang kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu í þar síðustu viku og stálu þaðan kynlífsdúkku og öðrum munum ganga enn lausir. Lögreglan lýsti fyrir helgi eftir tveimur manneskjum sem liggja undir grun en þeir aðilar hafa ekki verið handteknir.

Lögreglan hefur sent upplýsingar um aðilana tvo til allra lögregluembætta á landinu.



Sjá einnig: Bökkuðu bíl sínum í­trekað á hjálpar­tækja­verslun og höfðu á brott með sér kyn­lífs­dúkku



Ránið átti sér stað þann 21. september síðastliðinn. Þjófarnir notuðust við bíl af gerðinni Huyndai i10 sem þeir höfðu stolið þann 17. september. Lögreglan fann svo bílinn seinna sama dag og hafði dúkkan verið skilin þar eftir.

Í fyrstu var talið að þjófarnir væru tvær stúlkur en það er alfarið óljóst. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, segist ekki vilja gefa upp hvaða kyni hinir grunuðu tilheyra fyrr en þeir hafa verið handsamaðir.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×