Jónsi og Georg samþykkja úrsögn Orra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2018 14:32 Georg og Jónsi á tónleikum í Berlín í fyrra. Getty/Stefan Hoederath Jón Þór Birgisson og Georg Hólm segjast í dag hafa samþykkt úrsögn trommarans Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Sigur Rósar. Tilkynningin kemur í framhaldi af yfirlýsingu Orra Páls í dag þar sem hann neitar ásökunum um að hafa nauðgað bandarískri konu árið 2013. „Í ljósi hinna einstaklega alvarlegu og persónulegu ásakana á hendur honum undanfarna daga höfum við samþykkt úrsögn hljómsveitarfélaga okkar, Orra Páls Dýrasonar, til að leyfa honum að vinna sjálfur í málinu.“ Georg, Jón Þór og Orri Páll hafa þrír skipað Sigur Rós frá árinu 2013 þegar hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson hætti í sveitinni. Síðan hefur sveitin verið þriggja manna þar til í dag.Fjögurra manna sveitin sem nú er orðin tveggja manna. Frá vinstri: Kjartan Sveinsson, Orri Páll Dýrason, Georg Hólm og Jón Þór Birgisson.Fréttablaðið/GVABandaríska myndlistarkonan Meagan Boyd birti pistil á Instagram-síðu sinni i liðinni viku þar sem hún sagði Orra Pál hafa nauðgað sér í tvígang árið 2013. Orri Páll sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitaði fyrir ásakanirnar. Þar neitaði hann ásökunum en bað fólk um að beina reiði sinni í réttan farveg „og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eða umfjöllun þess. Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu. Engum er greiði gerður með upphrópunum og gífuryrðum. -Hvorki mér, né henni.“Í tölvupóstsamskiptum við Vísi segir Boyd að hún hafi íhugað að sækja Orra til saka á sínum tíma. Hún hafi þó kennt sér um hvernig fór vegna þessa að hún treysti honum. Þar að auki hafi henni þótt ólíklegt að „yfirvöld myndu trúa stúlku sem dansaði á nektardansstað.“In the wake of the extremely serious and personal allegations made against him in recent days we have today accepted the...Posted by Sigur Rós on Monday, October 1, 2018 Menning MeToo Tengdar fréttir Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Jón Þór Birgisson og Georg Hólm segjast í dag hafa samþykkt úrsögn trommarans Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Sigur Rósar. Tilkynningin kemur í framhaldi af yfirlýsingu Orra Páls í dag þar sem hann neitar ásökunum um að hafa nauðgað bandarískri konu árið 2013. „Í ljósi hinna einstaklega alvarlegu og persónulegu ásakana á hendur honum undanfarna daga höfum við samþykkt úrsögn hljómsveitarfélaga okkar, Orra Páls Dýrasonar, til að leyfa honum að vinna sjálfur í málinu.“ Georg, Jón Þór og Orri Páll hafa þrír skipað Sigur Rós frá árinu 2013 þegar hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson hætti í sveitinni. Síðan hefur sveitin verið þriggja manna þar til í dag.Fjögurra manna sveitin sem nú er orðin tveggja manna. Frá vinstri: Kjartan Sveinsson, Orri Páll Dýrason, Georg Hólm og Jón Þór Birgisson.Fréttablaðið/GVABandaríska myndlistarkonan Meagan Boyd birti pistil á Instagram-síðu sinni i liðinni viku þar sem hún sagði Orra Pál hafa nauðgað sér í tvígang árið 2013. Orri Páll sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitaði fyrir ásakanirnar. Þar neitaði hann ásökunum en bað fólk um að beina reiði sinni í réttan farveg „og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eða umfjöllun þess. Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu. Engum er greiði gerður með upphrópunum og gífuryrðum. -Hvorki mér, né henni.“Í tölvupóstsamskiptum við Vísi segir Boyd að hún hafi íhugað að sækja Orra til saka á sínum tíma. Hún hafi þó kennt sér um hvernig fór vegna þessa að hún treysti honum. Þar að auki hafi henni þótt ólíklegt að „yfirvöld myndu trúa stúlku sem dansaði á nektardansstað.“In the wake of the extremely serious and personal allegations made against him in recent days we have today accepted the...Posted by Sigur Rós on Monday, October 1, 2018
Menning MeToo Tengdar fréttir Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55