Vandi hjá Strætó ef Prime Tours missir leyfið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. október 2018 16:30 Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó. Allt stefnir í að Samgöngustofa muni svipta Prime Tours leyfi og að fyrirtækið muni ekki sinna akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó eftir daginn í dag. Tafir gætu orðið á akstursþjónustunni í næstu viku vegna þessa. „Við erum að búast við því og við reynum allt sem í okkar valdi stendur að sinna þjónustunni. Svo þurfum við bar að sjá hvað framhaldið ber í skauti sér, hvað við getum gert næst,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó í samtali við Vísi. „Næstu möguleikar í stöðunni eru annaðhvort að framselja samningi Prime Tours eitthvað annað eða halda neyðarútboð.“Ýkjur að tala um sinnuleysi Hópur verktaka sem sinna akstursþjónustu fatlaðra lögðu niður störf klukkan ellefu í morgun vegna óánægju með að Prime Tours sinnti þjónustunni þrátt fyrir að vera í gjaldþrotaskiptum, sem og að fyrirtækið notaðist við þrjá ótryggða bíla við aksturinn. „Ég veit að það voru einhverjir ósáttir við að þeir væru að keyra þó þeir væru í þessu ferli en það var ekki hlaupið að því að rifta samningum, lögin leyfa það ekki,“ segir Guðmundur Heiðar. „Að tala um sinnuleysi það er ýkt, manni líður eins og það sé ákveðin gremja gagnvart Prime Tours sé að skila sér í þessu í dag.“ Guðmundur Helgi segir að þjónusta ætti ekki að skerðast yfir helgina og að vinnustöðvun verktaka hafi ekki haft áhrif í dag. Hins vegar sé næsta vika annað mál. Hann segir jafnframt að akstursþjónustan skiptist í þrjá flokka. Í A flokki séu um 40 bílar og það séu rauðu og gulu bílarnir sem fólk sjái oft á götum höfuðborgarsvæðisins. „Síðan kemur B flokkur. Það er kallað tilfallandi akstur og það er margir verktakar, eins og Prime Tours og margar gerðir verktaka. Þeir raðast síðan upp í forganga. Þegar A hlutinn er fullur þá sendum við út í B flokk. Þeir ráða hvort þeir séu að keyra, eins og gerðist í dag,“ segir Guðmundur Heiðar. Ef B flokkur fyllist líka þá tekur C flokkur við og þar eru bílar frá Hreyfli. Uppfært 16:36 Strætó hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um gjaldþrot rekstraraðila í ferðaþjónustu fatlaðra vill Strætó koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.Í gærmorgun upplýsti skipaður skiptastjóri þrotabús Prime Tours ehf. um að félagið hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta og að hann færi með forræði þess. Samdægurs óskaði Strætó eftir því að skiptastjóri upplýsti hvort þrotabúið hygðist neyta heimildar í lögum um gjaldþrotaskipti og taka við réttindum og skyldum fyrirtækisins samkvæmt rammasamningi um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og fatlaðra skólabarna. Formlegrar afstöðu skiptastjóra þrotabúsins er að vænta en Strætó hefur þegar gert ráðstafanir sem miðast við að fyrirtækið muni hætta akstri samkvæmt rammasamningnum í ljósi þeirrar óvissu sem enn ríkir um framhaldið.Akstursþjónusta Strætó mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að notendur ferðaþjónustunnar verði fyrir óþægindum vegna þessa.Komi til þess að þrotabúið hætti akstri samkvæmt rammasamningnum mun Strætó verða að grípa til viðeigandi úrræða til að tryggja að ferðaþjónustan uppfylli áfram þær kröfur sem til hennar eru gerðar, bæði næstu daga og það sem eftir lifir af gildistíma núverandi rammasamninga, í samræmi við þau lög og reglur sem gilda um innkaup opinberra aðila. Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjórar hjá Strætó lögðu niður vinnu til að mótmæla ótryggðum ökutækjum Strætó tók þrjá bíla sem notaðir voru við ferðaþjónustu fatlaðra úr umferð eftir að bílarnir reyndust ótryggðir. 19. október 2018 14:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Allt stefnir í að Samgöngustofa muni svipta Prime Tours leyfi og að fyrirtækið muni ekki sinna akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó eftir daginn í dag. Tafir gætu orðið á akstursþjónustunni í næstu viku vegna þessa. „Við erum að búast við því og við reynum allt sem í okkar valdi stendur að sinna þjónustunni. Svo þurfum við bar að sjá hvað framhaldið ber í skauti sér, hvað við getum gert næst,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó í samtali við Vísi. „Næstu möguleikar í stöðunni eru annaðhvort að framselja samningi Prime Tours eitthvað annað eða halda neyðarútboð.“Ýkjur að tala um sinnuleysi Hópur verktaka sem sinna akstursþjónustu fatlaðra lögðu niður störf klukkan ellefu í morgun vegna óánægju með að Prime Tours sinnti þjónustunni þrátt fyrir að vera í gjaldþrotaskiptum, sem og að fyrirtækið notaðist við þrjá ótryggða bíla við aksturinn. „Ég veit að það voru einhverjir ósáttir við að þeir væru að keyra þó þeir væru í þessu ferli en það var ekki hlaupið að því að rifta samningum, lögin leyfa það ekki,“ segir Guðmundur Heiðar. „Að tala um sinnuleysi það er ýkt, manni líður eins og það sé ákveðin gremja gagnvart Prime Tours sé að skila sér í þessu í dag.“ Guðmundur Helgi segir að þjónusta ætti ekki að skerðast yfir helgina og að vinnustöðvun verktaka hafi ekki haft áhrif í dag. Hins vegar sé næsta vika annað mál. Hann segir jafnframt að akstursþjónustan skiptist í þrjá flokka. Í A flokki séu um 40 bílar og það séu rauðu og gulu bílarnir sem fólk sjái oft á götum höfuðborgarsvæðisins. „Síðan kemur B flokkur. Það er kallað tilfallandi akstur og það er margir verktakar, eins og Prime Tours og margar gerðir verktaka. Þeir raðast síðan upp í forganga. Þegar A hlutinn er fullur þá sendum við út í B flokk. Þeir ráða hvort þeir séu að keyra, eins og gerðist í dag,“ segir Guðmundur Heiðar. Ef B flokkur fyllist líka þá tekur C flokkur við og þar eru bílar frá Hreyfli. Uppfært 16:36 Strætó hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um gjaldþrot rekstraraðila í ferðaþjónustu fatlaðra vill Strætó koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.Í gærmorgun upplýsti skipaður skiptastjóri þrotabús Prime Tours ehf. um að félagið hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta og að hann færi með forræði þess. Samdægurs óskaði Strætó eftir því að skiptastjóri upplýsti hvort þrotabúið hygðist neyta heimildar í lögum um gjaldþrotaskipti og taka við réttindum og skyldum fyrirtækisins samkvæmt rammasamningi um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og fatlaðra skólabarna. Formlegrar afstöðu skiptastjóra þrotabúsins er að vænta en Strætó hefur þegar gert ráðstafanir sem miðast við að fyrirtækið muni hætta akstri samkvæmt rammasamningnum í ljósi þeirrar óvissu sem enn ríkir um framhaldið.Akstursþjónusta Strætó mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að notendur ferðaþjónustunnar verði fyrir óþægindum vegna þessa.Komi til þess að þrotabúið hætti akstri samkvæmt rammasamningnum mun Strætó verða að grípa til viðeigandi úrræða til að tryggja að ferðaþjónustan uppfylli áfram þær kröfur sem til hennar eru gerðar, bæði næstu daga og það sem eftir lifir af gildistíma núverandi rammasamninga, í samræmi við þau lög og reglur sem gilda um innkaup opinberra aðila.
Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjórar hjá Strætó lögðu niður vinnu til að mótmæla ótryggðum ökutækjum Strætó tók þrjá bíla sem notaðir voru við ferðaþjónustu fatlaðra úr umferð eftir að bílarnir reyndust ótryggðir. 19. október 2018 14:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Bílstjórar hjá Strætó lögðu niður vinnu til að mótmæla ótryggðum ökutækjum Strætó tók þrjá bíla sem notaðir voru við ferðaþjónustu fatlaðra úr umferð eftir að bílarnir reyndust ótryggðir. 19. október 2018 14:00