Ágústa Eva stefnir Löðri vegna hurðarinnar sem kramdi hana næstum til bana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2018 07:37 Ágústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssyni saksóknara. Mynd/Ágúst Eva Söng- og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir hefur stefnt bílaþvottastöðinni Löðri vegna atviks sem átti sér stað sumarið 2015. Klemmdist Ágústa Eva á milli hurðar á þvottastöð Löðurs og húddsins á bíl hennar. Var hún hætt kominn en það var henni til happs að saksóknarinn Björn Þorvaldsson var í næsta nágrenni og kom henni til bjargar.Greint er frá stefnunni á vef Fréttablaðsins þar sem segir að munnlegur málflutningur vegna málsins fari fram í dag.Vísir greindi frá slysinu á sínum tíma.„Ég er komin inn í einn svona bás með bílinn minn, búin að borga og svona og ætla að fara að þvo. Ég er búin að ýta á takkann fyrir tjöruhreinsi þegar ég heyri að það er stór hurð að fara af stað fyrir ofan mig. Ég sé að bíllinn minn er þannig staðsettur að hurðin er að fara að kremja húddið á honum þannig að ég ýti á móti hurðinni. Það var nú aðeins meiri kraftur í hurðinni en ég bjóst við þannig að ég ýti af öllu afli þar til hurðin stöðvast,“ sagði Ágústa Eva í samtali við Vísi.Var hún stödd farþegamegin við bílinn þegar þetta gerðist og ákvað hún því að setjast við stýrið og bakka bílnum undan hurðinni.„En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ sagði Ágústa Eva.Ágústa Eva fór með hlutverk Línu langsokks, sterkustu stelpu í heimi á þeim tíma sem slysið átti sér stað.Mynd/Borgaleikhúsið.Magavöðvarnir og saksóknarinn björguðu lífi hennar Sá maður var Björn Þorvaldsson sem hefur sótt sakamál tengd hruninu fyrir hönd sérstaks saksóknara. Hann var líka staddur á bílaþvottastöðinni að þrífa bílinn sinn. Reyndi hann að ýta hurðinni upp án árangurs og það var ekki furr en hann náði að bakka bílnum undan hurðinni að Ágústa Eva losnaði undan henni. Þegar Vísir náði tali af Ágústu Evu eftir slysið árið 2015 hafði hún verið í skoðunum hjá læknum sem tjáðu henni að hún hefði auðveldlega geta dáið. Magavöðvar hennar hefðu hlíft ósæðinni sem liggur yfir kviðnum sem og innyflunum. Þá hafi hún orðið fyrir miklu andlegu áfalli. Í samtali við Fréttablaðið gagnrýnir Ágústa Eva forsvarsmenn Löðurs sem hún segir hafa lofað bót og betrun en síðar reynt að leysa málið með því að bjóða henni ókeypis þvott á þvottastöðum fyrirtækisins. Það hafi hún hins vegar ekki tekið í mál. „Þegar maður er næstum því búinn að týna lífi sínu er það síðasta sem maður hugsar um að fá ókeypis þvott,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið.Þá segir hún einnig að afleiðingar slyssins hafi verið miklar fyrir hana þar sem hún geti ekki lengur tekið þátt í leik- eða söngsýningum sem krefjist líkamlegs álags. Dómsmál Tengdar fréttir Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14 Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur Markaðsstjórinn þakkar fyrir að ekki fór verr þegar Ágústa Eva festist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og bíls. 25. ágúst 2015 19:47 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Söng- og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir hefur stefnt bílaþvottastöðinni Löðri vegna atviks sem átti sér stað sumarið 2015. Klemmdist Ágústa Eva á milli hurðar á þvottastöð Löðurs og húddsins á bíl hennar. Var hún hætt kominn en það var henni til happs að saksóknarinn Björn Þorvaldsson var í næsta nágrenni og kom henni til bjargar.Greint er frá stefnunni á vef Fréttablaðsins þar sem segir að munnlegur málflutningur vegna málsins fari fram í dag.Vísir greindi frá slysinu á sínum tíma.„Ég er komin inn í einn svona bás með bílinn minn, búin að borga og svona og ætla að fara að þvo. Ég er búin að ýta á takkann fyrir tjöruhreinsi þegar ég heyri að það er stór hurð að fara af stað fyrir ofan mig. Ég sé að bíllinn minn er þannig staðsettur að hurðin er að fara að kremja húddið á honum þannig að ég ýti á móti hurðinni. Það var nú aðeins meiri kraftur í hurðinni en ég bjóst við þannig að ég ýti af öllu afli þar til hurðin stöðvast,“ sagði Ágústa Eva í samtali við Vísi.Var hún stödd farþegamegin við bílinn þegar þetta gerðist og ákvað hún því að setjast við stýrið og bakka bílnum undan hurðinni.„En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ sagði Ágústa Eva.Ágústa Eva fór með hlutverk Línu langsokks, sterkustu stelpu í heimi á þeim tíma sem slysið átti sér stað.Mynd/Borgaleikhúsið.Magavöðvarnir og saksóknarinn björguðu lífi hennar Sá maður var Björn Þorvaldsson sem hefur sótt sakamál tengd hruninu fyrir hönd sérstaks saksóknara. Hann var líka staddur á bílaþvottastöðinni að þrífa bílinn sinn. Reyndi hann að ýta hurðinni upp án árangurs og það var ekki furr en hann náði að bakka bílnum undan hurðinni að Ágústa Eva losnaði undan henni. Þegar Vísir náði tali af Ágústu Evu eftir slysið árið 2015 hafði hún verið í skoðunum hjá læknum sem tjáðu henni að hún hefði auðveldlega geta dáið. Magavöðvar hennar hefðu hlíft ósæðinni sem liggur yfir kviðnum sem og innyflunum. Þá hafi hún orðið fyrir miklu andlegu áfalli. Í samtali við Fréttablaðið gagnrýnir Ágústa Eva forsvarsmenn Löðurs sem hún segir hafa lofað bót og betrun en síðar reynt að leysa málið með því að bjóða henni ókeypis þvott á þvottastöðum fyrirtækisins. Það hafi hún hins vegar ekki tekið í mál. „Þegar maður er næstum því búinn að týna lífi sínu er það síðasta sem maður hugsar um að fá ókeypis þvott,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið.Þá segir hún einnig að afleiðingar slyssins hafi verið miklar fyrir hana þar sem hún geti ekki lengur tekið þátt í leik- eða söngsýningum sem krefjist líkamlegs álags.
Dómsmál Tengdar fréttir Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14 Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur Markaðsstjórinn þakkar fyrir að ekki fór verr þegar Ágústa Eva festist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og bíls. 25. ágúst 2015 19:47 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14
Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur Markaðsstjórinn þakkar fyrir að ekki fór verr þegar Ágústa Eva festist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og bíls. 25. ágúst 2015 19:47