Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2018 12:52 Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Hanna Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. Ef stjórnvöldum takist ekki að fá undanþágur frá samningnum komi til greina að segja honum upp. Hæstiréttur kvað upp dóm í máli Ferskra kjötvara gegn íslenska ríkinu í gær vegna banns við innflutningi fyrirtækisins á ferskum kjötvörum frá Hollandi. Málið hafði áður farið fyrir héraðsdóm og aflað hafði verið ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem var samhljóða niðurstöðu Hæstaréttar. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir þessa niðurstöðu vonbrigði. „Þetta eru vonbrigði fyrir ekki hvað síst íslenskan landbúnað og ég held reyndar matvælaöryggi á Íslandi. Ef að niðurstaðan verður sú að við verðum að fara að leyfa óheftan innflutning á hráu kjöti er alveg ljóst að þar er verið að stefna ákveðnum hagsmunum í hættu,“ segir Gunnar Bragi. Það eigi bæði við um hagsmuni landbúnaðar og neytenda. Hann voni að stjórnvöld grípi til aðgerða gegn þessu. Gunnar hefur bæði gegnt embætti utanríkis- og landbúnaðarráðherra og þekkir því vel til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hvað þetta varðar.Eru einhverjar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld geta gripið til miðað við ákvæði EES samningsins? „Það er fátt sem hægt er að gera miðað við ákvæði EES samningsins. Það er þó hægt að fá ákveðnar undanþágur og það er nauðsynlegt að gera það. Ef þær hins vegar reynast ekki nægar þá þarf að mínu viti að setjast yfir hvort þessir hagsmunir séu það stórir að það þurfi að óska eftir sérstakri endurskoðun á samningnum,“ segir Gunnar Bragi. Fara þurfi vandlega hvaða hagsmunir séu í húfi varðandi matvælaöryggi, sýklalyfjaónæmi og svo framvegis. Því erlendar kjötvörur innihaldi allt önnur efni en íslenskar.Ef þetta yrði niðurstaðan stafar þá íslenskum landbúnaði og heilsufari Íslendinga beinlínis hætta af þessu? „Það hefur alla vega verið sýnt fram á að sýklalyfjaónæmi er sífellt að aukast og meðal annars er einhver tenging á milli matvæla. En við eigum bara ekki að vera að taka einhverja áhættu með þessu. Það er alger óþarfi. Ég vona að landbúnaðarráðherra spýti í lófana og endurreisi kannski landbúnaðardeildina í ráðuneytinu í leiðinni og einhendi sér í að finna lausnir á þessu,“ segir þingflokksformaður Miðflokksins. Ef hendur stjórnvalda reynist bundnar af EES samningnum og ekki fáist undanþágur komi til greina að segja EES-samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. Ef stjórnvöldum takist ekki að fá undanþágur frá samningnum komi til greina að segja honum upp. Hæstiréttur kvað upp dóm í máli Ferskra kjötvara gegn íslenska ríkinu í gær vegna banns við innflutningi fyrirtækisins á ferskum kjötvörum frá Hollandi. Málið hafði áður farið fyrir héraðsdóm og aflað hafði verið ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem var samhljóða niðurstöðu Hæstaréttar. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir þessa niðurstöðu vonbrigði. „Þetta eru vonbrigði fyrir ekki hvað síst íslenskan landbúnað og ég held reyndar matvælaöryggi á Íslandi. Ef að niðurstaðan verður sú að við verðum að fara að leyfa óheftan innflutning á hráu kjöti er alveg ljóst að þar er verið að stefna ákveðnum hagsmunum í hættu,“ segir Gunnar Bragi. Það eigi bæði við um hagsmuni landbúnaðar og neytenda. Hann voni að stjórnvöld grípi til aðgerða gegn þessu. Gunnar hefur bæði gegnt embætti utanríkis- og landbúnaðarráðherra og þekkir því vel til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hvað þetta varðar.Eru einhverjar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld geta gripið til miðað við ákvæði EES samningsins? „Það er fátt sem hægt er að gera miðað við ákvæði EES samningsins. Það er þó hægt að fá ákveðnar undanþágur og það er nauðsynlegt að gera það. Ef þær hins vegar reynast ekki nægar þá þarf að mínu viti að setjast yfir hvort þessir hagsmunir séu það stórir að það þurfi að óska eftir sérstakri endurskoðun á samningnum,“ segir Gunnar Bragi. Fara þurfi vandlega hvaða hagsmunir séu í húfi varðandi matvælaöryggi, sýklalyfjaónæmi og svo framvegis. Því erlendar kjötvörur innihaldi allt önnur efni en íslenskar.Ef þetta yrði niðurstaðan stafar þá íslenskum landbúnaði og heilsufari Íslendinga beinlínis hætta af þessu? „Það hefur alla vega verið sýnt fram á að sýklalyfjaónæmi er sífellt að aukast og meðal annars er einhver tenging á milli matvæla. En við eigum bara ekki að vera að taka einhverja áhættu með þessu. Það er alger óþarfi. Ég vona að landbúnaðarráðherra spýti í lófana og endurreisi kannski landbúnaðardeildina í ráðuneytinu í leiðinni og einhendi sér í að finna lausnir á þessu,“ segir þingflokksformaður Miðflokksins. Ef hendur stjórnvalda reynist bundnar af EES samningnum og ekki fáist undanþágur komi til greina að segja EES-samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira