Breikkun þjóðvegarins bætir öryggið í Dölum Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2018 20:30 Þjóðvegurinn um Saurbæ breikkar um tvo metra, úr 5,5 metrum upp í 7,5 metra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Öryggi vegfarenda hefur verið stórbætt á Vestfjarðavegi um Dalasýslu með langþráðum lagfæringum á sex kílómetra kafla um Saurbæ. Sýnt var frá framkvæmdum í fréttum Stöðvar 2. Þetta er vegurinn sunnan Gilsfjarðarbrúar meðfram Skriðulandi um Hvolsdal en þótt hann væri malbikaður þá var hann á löngum köflum svo mjór, aðeins fimm og hálfur metri á breidd, að ökumenn á venjulegum fólksbílum áttu í vandræðum þegar þeir mættu öðrum bílum, og sérstaklega flutningabílum. Þá var sérlega varasöm blindhæð við bæinn Máskeldu.Meginhlutinn af Vestfjarðaumferðinni fer um þennan veg í gegnum Dalasýslu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú er verktakinn Borgarverk að mestu búinn að ljúka endurbótum á þessum 6,4 kílómetra langa kafla Vestfjarðavegar. Búið er að taka af blindhæðina og breikka veginn um tvo metra, upp í sjö og hálfan metra, þannig að hér eftir ættu ökumenn ekki að þurfa að skjálfa á beinunum þegar þeir mæta öðrum bílum. Vegagerðin samdi við lægstbjóðandann, Borgarverk, á grundvelli 177,7 milljóna króna tilboðs. Alls buðu fimm fyrirtæki í verkið en tilboð voru opnuð í september í fyrra. Starfsmenn Borgarverks voru að leggja lokahönd á lagningu fyrra lags klæðningar á veginn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malarefni í námu, sem upphaflega stóð til að nota, reyndist hins vegar ónothæft og þurfti að sækja efni í aðra námu mun fjær. Af þeim sökum er ljóst að verkið mun reynast talsvert dýrara en sem nemur tilboðsfjárhæð, samkvæmt upplýsingum Sæmundar Kristjánssonar, yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni í Búðardal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Öryggi vegfarenda hefur verið stórbætt á Vestfjarðavegi um Dalasýslu með langþráðum lagfæringum á sex kílómetra kafla um Saurbæ. Sýnt var frá framkvæmdum í fréttum Stöðvar 2. Þetta er vegurinn sunnan Gilsfjarðarbrúar meðfram Skriðulandi um Hvolsdal en þótt hann væri malbikaður þá var hann á löngum köflum svo mjór, aðeins fimm og hálfur metri á breidd, að ökumenn á venjulegum fólksbílum áttu í vandræðum þegar þeir mættu öðrum bílum, og sérstaklega flutningabílum. Þá var sérlega varasöm blindhæð við bæinn Máskeldu.Meginhlutinn af Vestfjarðaumferðinni fer um þennan veg í gegnum Dalasýslu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú er verktakinn Borgarverk að mestu búinn að ljúka endurbótum á þessum 6,4 kílómetra langa kafla Vestfjarðavegar. Búið er að taka af blindhæðina og breikka veginn um tvo metra, upp í sjö og hálfan metra, þannig að hér eftir ættu ökumenn ekki að þurfa að skjálfa á beinunum þegar þeir mæta öðrum bílum. Vegagerðin samdi við lægstbjóðandann, Borgarverk, á grundvelli 177,7 milljóna króna tilboðs. Alls buðu fimm fyrirtæki í verkið en tilboð voru opnuð í september í fyrra. Starfsmenn Borgarverks voru að leggja lokahönd á lagningu fyrra lags klæðningar á veginn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malarefni í námu, sem upphaflega stóð til að nota, reyndist hins vegar ónothæft og þurfti að sækja efni í aðra námu mun fjær. Af þeim sökum er ljóst að verkið mun reynast talsvert dýrara en sem nemur tilboðsfjárhæð, samkvæmt upplýsingum Sæmundar Kristjánssonar, yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni í Búðardal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira