Innlent

Heyrir til undantekninga að lögregla og saksóknari leggi ólíkt mat á nauðsyn gæsluvarðhalds

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Parið var búsett í Sandgerði og kom málið því inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum.
Parið var búsett í Sandgerði og kom málið því inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir
Það heyrir til undantekninga en er þó ekki án fordæma að héraðssaksóknari og lögregla taki ólíka afstöðu til þess hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Mál pars sem ákært hefur verið fyrir gróf kynferðisafbrot gegn dætrum sinnum hefur vakið hörð viðbrögð.

Landsréttur staðfesti 5. október gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konu sem, er ákærð fyrir alvarleg kynferðisafbrot gegn ungum dætrum sínum. Sambýlismaður hennar sætir einnig ákæru en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í sumar þegar stjúpdóttir hans gerði lögreglu viðvart um brotin. Konan sem er 20 árum yngri sætti gæsluvarðhaldi í tvær vikur til að byrja með en ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir henni, ekki fyrr en málið kom inn á borð héraðssaksóknara sem gæsluvarðhald nauðsynlegt vegna alvarleika brotanna, þau séu til þess fallin að valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings, en konan gekk laus í tæpa tvo mánuði eftir að málið kom upp.

Samkvæmt svörum frá héraðssaksóknara heyrir það til undantekninga, að lögregla og héraðassaksóknari, leggi ólíkt mat á það hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Málið hefur verið kallað eitt „ógeðslegasta mál sögunnar“ en í Fréttablaðinu í dag er eftir íbúum í Sandgerði að málið hafi vakið mikla reiði og ugg í bæjarfélaginu. Fréttastofa sendi ítarlega fyrirspurn til lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem meðal annars var spurt hvers vegna konan fékk styttra gæsluvarðhald en maðurinn og hvort gengið hafi verið úr skugga um að börnum stafaði ekki hætta af konunni. Embættið kveðst ekki geta veitt svör þar sem málið sé nú hjá saksóknara og sé ólokið fyrir dómstólum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×