Vildi að eigandinn myndi sanna að ekki hafi verið kveikt í bát sem brann á miðunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2018 11:30 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Stefán Tryggingarfélagið Vörður er bótaskylt vegna tjóns sem varð á hraðfiskibát er hann brann og sökk til botns þann 9. júlí 2013. Tryggingarfélagið vildi meina að sá sem var um borð í bátnum hafi vísvitandi lagt eld að bátnum og bæri félagið því ekki ábyrgð á því tjóni sem varð.Báturinn var á veiðum um tvær sjómílur norðaustur af Garðskaga snemma morguns er atvikið átti sér stað og var einn um borð.Í fréttum af eldsvoðanum á sínum tíma kom fram aðeldurinn hafi gosið skyndilega upp og að sjómaðurinn hafi ákveðið að kom sér skyndilega frá borði vegna sprengihættu. Var honum bjargað um borð í nálægan bát.Báturinn var tryggður svokallaðri húftryggingu smábáta hjá Verði en tryggingarfélagið hafnaði hins vegar bótaábyrgð í málinu á áðurnefndri forsendu að sjómaðurinn hafi vísvitandi lagt eld að bátnum. Áður en málið kom til kasta héraðsdóms hafði það farið fyrir úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum sem komst að þeirri niðurstöðu að Verði bæri að bæta tjónið þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að sjómaðurinn hafi kveikt vísvitandi í bátnum. Þeim úrskurði vildi Vörður hins vegar ekki una og var tryggingarfélaginu stefnt fyrir héraðsdóm vegna málsins.Héraðsdómur Reykjavíkur.vísir/hannaBáturinn nýtryggður og sjómaðurinn við vinnu í flotgalla Vildi Tryggingarfélagið meina að eiganda bátsins bæri að sanna að bátsskaðinn væri ekki rakinn til ásetnings sjómannsins sem var um borð en að slík sönnun lægi ekki fyrir. Tiltók tryggingarfélagið ýmsar ástæður fyrir því að það taldi skipsbrunann vera grunsamlegan, meðal annars það að báturinn hafði verið tryggður hjá félaginu tveimur mánuðum fyrir brunann.Meðal þess sem til tekið var af hálfu Varðar var að einungis hafði verið farið í fjórar veiðiferðir á bátnum frá því að eigandi bátsins eignaðist hann árið 2011, tekjur félagsins sem átti bátinn hafi aðeins numið um 170 þúsund krónum. Þá hafi báturinn logað stafna á milli aðeins örfáum mínútum eftir að tilkynnt var um eldinn en vandséð væri miðað við uppbyggingu bátsins hvernig eldur gæti læst sig af svo miklum hraða í skut bátsins.Segir tryggingarfélagið einnig að það hafi vakið athygli lögreglu að sjómaðurinn hafi verið klæddur í flotgalla við vinnu sína um borð í bátnum. Slíkur klæðnaður muni vera helst til heitur til að vera í við vinnu í júlí. Þá hafi verið tilkynnt um sprengihættu sem að mati tryggingarfélagsins hafi tryggt að sjófarendur myndu ekki koma of nálægt brennandi bátnum og alls ekki reyna að draga hann í land.Af þessum ástæðum og ýmsum öðrum sem tiltekin voru af hálfu tryggingarfélagsins væru „yfirgnæfandi miklar líkur„ á „íkveikju af mannavöldum af ásetningi. Af því verði ekki annað ályktað en að á stefnanda hvíli að sanna að svo hafi ekki verið.“Miklar endurbætur skýri notkunarleysið Mál eiganda bátsins byggðist hins vegar á því að „[a]llt bendi til þess að eldurinn hafi kviknað vegna bilunar í rafmagni eða öðrum búnaði skipsins.“ Þá væri ekkert óeðlilegt við það að báturinn hafi verið lítið notaður á árunum 2011-2013 þar sem að á þeim tíma hafi eigandi bátsins og sjómaðurinn lagst í miklar endurbætur á bátnum. Hafi hann fyrst verið tilbúinn vorið 2013 og því ekki óeðlilegt að kaupa tryggingu á bátinn á þeim tímapunkti. „Málflutningur stefnda einkennist af getgátum og útúrsnúningum sem ekki hafi neitt sönnunargildi og uppfylli engan veginn þær sönnunarkröfur sem gerðar séu til stefnda samkvæmt meginreglum vátrygginga- og skaðabótaréttar,“ því væri tryggingarfélaginu óheimilt að bera fyrir sig að tjóninu hafi verið valdið af ásetningi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að að ekkert þeirra atriða sem tryggingarfélagið hafi nefnt nægi til þess að snúa við sönnunarbyrði þannig að eiganda bátsins væri gert að sanna að sjómaðurinn hafi ekki lagt eld að honum. Því gæti tryggingarfélagið ekki undanskilið sig ábyrgð. Var bótaskylda Varðar því viðurkennd en annað dómsmál þarf til þess að ákveða hversu háar bæturnar verða. Auk þess þarf Vörður að greiða málskostnað í málinum, alls 1,4 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Tengdar fréttir Hraðfiskibátur brann á miðunum Sjómaður, sem var einn um borð í hraðfiskibáti sínum, slapp ómeiddur, þegar eldur gaus skyndilega upp í vélarrúmi báts hans. 9. júlí 2013 06:59 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Tryggingarfélagið Vörður er bótaskylt vegna tjóns sem varð á hraðfiskibát er hann brann og sökk til botns þann 9. júlí 2013. Tryggingarfélagið vildi meina að sá sem var um borð í bátnum hafi vísvitandi lagt eld að bátnum og bæri félagið því ekki ábyrgð á því tjóni sem varð.Báturinn var á veiðum um tvær sjómílur norðaustur af Garðskaga snemma morguns er atvikið átti sér stað og var einn um borð.Í fréttum af eldsvoðanum á sínum tíma kom fram aðeldurinn hafi gosið skyndilega upp og að sjómaðurinn hafi ákveðið að kom sér skyndilega frá borði vegna sprengihættu. Var honum bjargað um borð í nálægan bát.Báturinn var tryggður svokallaðri húftryggingu smábáta hjá Verði en tryggingarfélagið hafnaði hins vegar bótaábyrgð í málinu á áðurnefndri forsendu að sjómaðurinn hafi vísvitandi lagt eld að bátnum. Áður en málið kom til kasta héraðsdóms hafði það farið fyrir úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum sem komst að þeirri niðurstöðu að Verði bæri að bæta tjónið þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að sjómaðurinn hafi kveikt vísvitandi í bátnum. Þeim úrskurði vildi Vörður hins vegar ekki una og var tryggingarfélaginu stefnt fyrir héraðsdóm vegna málsins.Héraðsdómur Reykjavíkur.vísir/hannaBáturinn nýtryggður og sjómaðurinn við vinnu í flotgalla Vildi Tryggingarfélagið meina að eiganda bátsins bæri að sanna að bátsskaðinn væri ekki rakinn til ásetnings sjómannsins sem var um borð en að slík sönnun lægi ekki fyrir. Tiltók tryggingarfélagið ýmsar ástæður fyrir því að það taldi skipsbrunann vera grunsamlegan, meðal annars það að báturinn hafði verið tryggður hjá félaginu tveimur mánuðum fyrir brunann.Meðal þess sem til tekið var af hálfu Varðar var að einungis hafði verið farið í fjórar veiðiferðir á bátnum frá því að eigandi bátsins eignaðist hann árið 2011, tekjur félagsins sem átti bátinn hafi aðeins numið um 170 þúsund krónum. Þá hafi báturinn logað stafna á milli aðeins örfáum mínútum eftir að tilkynnt var um eldinn en vandséð væri miðað við uppbyggingu bátsins hvernig eldur gæti læst sig af svo miklum hraða í skut bátsins.Segir tryggingarfélagið einnig að það hafi vakið athygli lögreglu að sjómaðurinn hafi verið klæddur í flotgalla við vinnu sína um borð í bátnum. Slíkur klæðnaður muni vera helst til heitur til að vera í við vinnu í júlí. Þá hafi verið tilkynnt um sprengihættu sem að mati tryggingarfélagsins hafi tryggt að sjófarendur myndu ekki koma of nálægt brennandi bátnum og alls ekki reyna að draga hann í land.Af þessum ástæðum og ýmsum öðrum sem tiltekin voru af hálfu tryggingarfélagsins væru „yfirgnæfandi miklar líkur„ á „íkveikju af mannavöldum af ásetningi. Af því verði ekki annað ályktað en að á stefnanda hvíli að sanna að svo hafi ekki verið.“Miklar endurbætur skýri notkunarleysið Mál eiganda bátsins byggðist hins vegar á því að „[a]llt bendi til þess að eldurinn hafi kviknað vegna bilunar í rafmagni eða öðrum búnaði skipsins.“ Þá væri ekkert óeðlilegt við það að báturinn hafi verið lítið notaður á árunum 2011-2013 þar sem að á þeim tíma hafi eigandi bátsins og sjómaðurinn lagst í miklar endurbætur á bátnum. Hafi hann fyrst verið tilbúinn vorið 2013 og því ekki óeðlilegt að kaupa tryggingu á bátinn á þeim tímapunkti. „Málflutningur stefnda einkennist af getgátum og útúrsnúningum sem ekki hafi neitt sönnunargildi og uppfylli engan veginn þær sönnunarkröfur sem gerðar séu til stefnda samkvæmt meginreglum vátrygginga- og skaðabótaréttar,“ því væri tryggingarfélaginu óheimilt að bera fyrir sig að tjóninu hafi verið valdið af ásetningi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að að ekkert þeirra atriða sem tryggingarfélagið hafi nefnt nægi til þess að snúa við sönnunarbyrði þannig að eiganda bátsins væri gert að sanna að sjómaðurinn hafi ekki lagt eld að honum. Því gæti tryggingarfélagið ekki undanskilið sig ábyrgð. Var bótaskylda Varðar því viðurkennd en annað dómsmál þarf til þess að ákveða hversu háar bæturnar verða. Auk þess þarf Vörður að greiða málskostnað í málinum, alls 1,4 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Tengdar fréttir Hraðfiskibátur brann á miðunum Sjómaður, sem var einn um borð í hraðfiskibáti sínum, slapp ómeiddur, þegar eldur gaus skyndilega upp í vélarrúmi báts hans. 9. júlí 2013 06:59 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hraðfiskibátur brann á miðunum Sjómaður, sem var einn um borð í hraðfiskibáti sínum, slapp ómeiddur, þegar eldur gaus skyndilega upp í vélarrúmi báts hans. 9. júlí 2013 06:59