Erlent

Dómari hljóp uppi strokufanga

Samúel Karl Ólason skrifar
Buzzard á hælunum á öðrum fanganum.
Buzzard á hælunum á öðrum fanganum.
Dómari í Washington ríki í Bandaríkjunum þurfti að kasta af sér kuflinum á dögunum og hlaupa á eftir tveimur föngum sem reyndu að stinga af úr dómsal. Þrátt fyrir að fangarnir tveir voru báðir í handjárnum komust þeir þó skringilega langt. Dómarinn R. W. Buzzard náði þó öðrum þeirra í þann mund sem hann var að hlaupa út úr dómshúsinu.

Atvikið náðist á myndband en hinn fanginn var gómaður skammt frá. Báðir fangarnir hafa verið ákærðir fyrir flóttatilraunina.

Í samtali við fjölmiðla sagðist dómarinn ekki hafa vitað í fyrstu hvað hann ætti að gera þegar mennirnir reyndu að hlaupa á brott. Hann sagðist hafa öskrað á mennina og beðið þá um að stoppa. Þeir væru einungis að gera eigin stöðu verri með flóttatilrauninni.



Það var ekki að ástæðulausu að Buzzard byrjaði á því að kasta af sér kuflinum, áður en hann hljóp af stað. Í apríl þurfti hann að stöðva mann sem réðst á lögmann í dómsal.

„Ég komst að því þá að það er ekki auðvelt að takast á við annan mann í kuflinum. Ég gat ekki ímyndað mér hvernig ég gæti hlaupið á eftir þeim í kuflinum,“ sagði Buzzard. Dómarinn sagði einnig að til stæði að auka öryggi í dómsölum sýslunnar. Hins vegar hefði það gengið illa vegna fjárskorts.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×