Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kvennafrídagurinn er í dag og baráttufundir haldnir víða um land. Forsætisráðherra er ein þeirra sem gekk úr vinnunni í dag og verður rætt við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 ásamt öðrum konum sem tóku þátt í baráttufundi á Arnarhóli.

Einnig verður greint frá þingi ASÍ sem sett var í dag og heyrum við í Gylfa Arnbjörnssyni, fráfarandi forseta ASÍ, ásamt frambjóðendum til forseta ASÍ, þeim Drífu Snædal og Sverri Mar.

Við ræðum einnig við Skúla Magnússon, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, sem segir málum þar sem ungir menn eru nauðungarvistaðir hafa fjölgað mikið fyrir dómstólum. Nauðungarvistunin komi oft til vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu.

Við hittum einnig ungmenni frá Úganda sem komu hingað til lands til að hitta fermingarbörn. Segja þau söfnun fermingarbarna fyrir hjálparstarf í heimalandi þeirra skipta sköpum. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×