Ráðherra segir göng að Bakka víst á forræði Vegagerðarinnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. október 2018 06:00 Ólíkur skilningur í ráðuneytum Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar. Fréttablaðið/Anton Vegagerðin á að fara með veghald ganga milli hafnarinnar við Húsavík og iðnaðarsvæðisins á Bakka samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, enda sé vandséð hver annar eigi að fara með það. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að óvissa væri um hver eigi að hafa umsjón með rekstri Húsavíkurhöfðaganga. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði stofnuninni óheimilt að þjónusta göngin því þau séu ekki hluti af þjóðvegakerfinu og engin almenn umferð sé leyfð um þau. Vegagerðin kom þessu sjónarmiði á framfæri við byggðarráð Norðurþings og kvaðst hætta afskiptum af göngunum 1. nóvember. Þessi skilningur Vegagerðarinnar er þvert á túlkun atvinnuvegaráðuneytisins. Ríkið sé eigandi ganganna, óháð því hvort litið sé á þau sem þjóðveg eða einkaveg, enda geti ríkið einnig átt einkavegi. Ríkið hafi látið byggja veginn og Vegagerðinni verið falin framkvæmdin og veghaldið í samræmi við lögbundið hlutverk stofnunarinnar. Í lögum um heimild til uppbyggingar innviða vegna áforma um atvinnustarfsemi í landi Bakka við Húsavík, sem sett voru árið 2013, var gert ráð fyrir að ríkið stæði fyrir gerð vegtengingar og jarðganga milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins sem nýst gæti hverju því fyrirtæki sem hefur starfsemi á lóðinni. „Af hálfu stjórnvalda var ekki ætlunin að í því fælist sérstök opinber ívilnun heldur að göngin væru hluti af vegakerfi landsins,“ segir í yfirlýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til Fréttablaðsins.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.Samgönguráðuneytið beri ábyrgð á viðhaldi og rekstri samgöngukerfisins. Alþingi hafi veitti Vegagerðinni fjárheimildir til að annast og fjármagna verkefnið. Rekstrarkostnaður jarðganganna við Bakka eigi að falla undir ramma sem samgöngumál fái í fjárlögum. „Með vísan til framangreinds hefur það verið mat atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá upphafi að Vegagerðin eigi að fara með umrætt veghald, lögum samkvæmt. Vandséð er hvaða annar aðili ætti að fara með það.“ Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er árlegur kostnaður við veghald vegtengingarinnar 25 milljónir króna og tekur meðal annars til raflýsingar og snjóhreinsunar. Þungum áhyggjum af óvissu um rekstur ganganna er lýst í bókun byggðarráðs Norðurþings um erindi forstjóra Vegagerðarinnar, enda vetur á næstu grösum og allra veðra von. Án ganganna gætu þungaflutningar þurft að fara í gegnum Húsavík með tilheyrandi ónæði og slysahættu eins og fram kom í samtali Fréttablaðsins við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings, á föstudaginn. Málið hefur nokkrum sinnum verið rætt í ríkisstjórn að frumkvæði Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í því skyni að fá það á hreint hver eigi að annast veghald vegtengingarinnar og að tryggðir séu fjármunir til þess. Engin niðurstaða er þó komin í málið. Ekki hefur fengist viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegna stöðunnar við Húsavíkurhöfðagöng þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir frá því í síðustu viku Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Rekstur Bakkaganga í uppnámi Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum. 19. október 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Vegagerðin á að fara með veghald ganga milli hafnarinnar við Húsavík og iðnaðarsvæðisins á Bakka samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, enda sé vandséð hver annar eigi að fara með það. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að óvissa væri um hver eigi að hafa umsjón með rekstri Húsavíkurhöfðaganga. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði stofnuninni óheimilt að þjónusta göngin því þau séu ekki hluti af þjóðvegakerfinu og engin almenn umferð sé leyfð um þau. Vegagerðin kom þessu sjónarmiði á framfæri við byggðarráð Norðurþings og kvaðst hætta afskiptum af göngunum 1. nóvember. Þessi skilningur Vegagerðarinnar er þvert á túlkun atvinnuvegaráðuneytisins. Ríkið sé eigandi ganganna, óháð því hvort litið sé á þau sem þjóðveg eða einkaveg, enda geti ríkið einnig átt einkavegi. Ríkið hafi látið byggja veginn og Vegagerðinni verið falin framkvæmdin og veghaldið í samræmi við lögbundið hlutverk stofnunarinnar. Í lögum um heimild til uppbyggingar innviða vegna áforma um atvinnustarfsemi í landi Bakka við Húsavík, sem sett voru árið 2013, var gert ráð fyrir að ríkið stæði fyrir gerð vegtengingar og jarðganga milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins sem nýst gæti hverju því fyrirtæki sem hefur starfsemi á lóðinni. „Af hálfu stjórnvalda var ekki ætlunin að í því fælist sérstök opinber ívilnun heldur að göngin væru hluti af vegakerfi landsins,“ segir í yfirlýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til Fréttablaðsins.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.Samgönguráðuneytið beri ábyrgð á viðhaldi og rekstri samgöngukerfisins. Alþingi hafi veitti Vegagerðinni fjárheimildir til að annast og fjármagna verkefnið. Rekstrarkostnaður jarðganganna við Bakka eigi að falla undir ramma sem samgöngumál fái í fjárlögum. „Með vísan til framangreinds hefur það verið mat atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá upphafi að Vegagerðin eigi að fara með umrætt veghald, lögum samkvæmt. Vandséð er hvaða annar aðili ætti að fara með það.“ Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er árlegur kostnaður við veghald vegtengingarinnar 25 milljónir króna og tekur meðal annars til raflýsingar og snjóhreinsunar. Þungum áhyggjum af óvissu um rekstur ganganna er lýst í bókun byggðarráðs Norðurþings um erindi forstjóra Vegagerðarinnar, enda vetur á næstu grösum og allra veðra von. Án ganganna gætu þungaflutningar þurft að fara í gegnum Húsavík með tilheyrandi ónæði og slysahættu eins og fram kom í samtali Fréttablaðsins við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings, á föstudaginn. Málið hefur nokkrum sinnum verið rætt í ríkisstjórn að frumkvæði Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í því skyni að fá það á hreint hver eigi að annast veghald vegtengingarinnar og að tryggðir séu fjármunir til þess. Engin niðurstaða er þó komin í málið. Ekki hefur fengist viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegna stöðunnar við Húsavíkurhöfðagöng þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir frá því í síðustu viku
Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Rekstur Bakkaganga í uppnámi Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum. 19. október 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Rekstur Bakkaganga í uppnámi Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum. 19. október 2018 06:00