Mennirnir, sem eru starfsmenn PCC á Bakka við Húsavík, eiga að hafa átt í slagsmálum og beitt „hættulegri verknaðaraðferð“ eins og Lögreglan á Norðurlandi eystra kemst að orði.
Árásirnar áttu sér stað í vistarverum PCC á Bakka í gærkvöldi.
Báðir voru þeir lagðir inn á Sjúkrahús Akureyrar til aðhlynningar og rannsókna. Annar þeirra útskrifaðist í gærkvöldi en hinn í dag. Þeir voru handteknir við útskrift.
Skýrslutökur af mönnunum eru fyrirhugaðar í dag en hvorki hefur verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhald né farbann enn sem komið er.