UFC-bardagakonan Rachael Ostovich var lögð inn á spítala um helgina eftir að eiginmaður hennar reyndi að myrða hana.
Hjónin lentu í rifrildi síðasta sunnudagsmorgun á heimili þeirra sem endaði með því að eiginmaðurinn, Arnold Berdon, gekk í skrokk á Ostovich. Hann hefur nú verið kærður fyrir morðtilraun.
Ostovich var illa farin eftir árásina með mörg beinbrot. Hún er á batavegi og laus af sjúkrahúsinu.
Hún hefur fengið nálgunarbann á eiginmanninn sem er enn í steininum. Hjónin eiga eitt barn saman.
Ostovich átti að berjast gegn Paige VanZant þann 19. janúar í Brooklyn en hefur nú eðlilega þurft að draga sig úr bardaganum.
